Íslenskur ferskleiki í Loftkastalanum í kvöld 31. maí 2007 09:30 Hálfíslenskt hönnunartvíeyki sem sýnir nýjustu vetrarlínu sína í kvöld. Tískuviðburðurinn Made in Iceland fer fram í Loftkastalanum í kvöld en þar munu alls sex ungir og upprennandi fatahönnuðir sýna hönnun sína. Það eru fyrirtækin Eskimo og Basecamp sem standa fyrir kvöldinu. Tískugúrúar hvaðanæva að úr heiminum munu flykkjast á sýninguna í kvöld og þarna verða til dæmis tískuhönnuðurinn Marjan Pejoski sem er sennilega þekktastur hérlendis fyrir svanakjólinn sem Björk klæddist á Óskarnum en hönnun hans er seld í KronKron. Einnig hafa boðað komu sína blaðafulltrúar frá Dazed and Confused og V-Magazine auk innkaupastjóra búðarinnar KokonToZai í London. Markmiðið með þessum herlegheitum er að kynna til leiks ferska og hæfileikaríka íslenska hönnuði en í kvöld fáum við að sjá hönnun frá Aftur, Eygló, Raxel, Starkiller, Forynju og hönnunartvíeykinu Ostwald-Helgason. Það síðastnefnda skipa Ingvar Helgason og Susanne Ostwald. „Við kynntumst þegar við unnum bæði hjá hönnuðinum Marjan Pejoski og enduðum á því að stofna fyrirtæki saman," segir Ingvar sem fæddur er í Reykjavík en fluttist til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði saum og sníðagerð. „Merkið okkar gengur mjög vel en fötin eru meðal annars seld í London, París, New York, Hong Kong, Tókýó og Vín. Íslandsmarkaður hefur hins vegar orðið eitthvað útundan og vonandi bætir sýningin úr því," segir hann og bætir við að hann sé mjög spenntur fyrir kvöldinu. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum með „catwalk" sýningu og það er auðvitað mjög spennandi og gaman að gera það á Íslandi. Það verður líka mjög skemmtilegt að sjá hvað hinir íslensku hönnuðirnir hafa upp á að bjóða," Ostwald-Helgason. Hönnun þeirra er seld í tískuverslunum víðsvegar um heiminn. Auk hönnuðanna verða kynntar sextán nýjar íslenskar fyrirsætur sem munu sýna fötin. „Við tókum á móti hátt í tvö hundruð stelpum alls staðar að af landinu og þær sextán sem við völdum hafa verið að æfa sig síðustu tíu daga og eru orðnar mjög góðar," segir Ásta Kristjánsdóttir hjá Eskimo og bætir því við að fyrirtækið sé hætt með Ford fyrirsætukeppnina. „Við ákváðum að velja frekar sextán manna hóp á hverju ári og þjálfa þær upp í staðinn fyrir að ein vinni. Þetta er bæði uppbyggilegri og skemmtilegri leið. Veggina í salnum prýða tveggja metra háar myndir af stúlkunum og myndar það skemmtilega stemningu. Í kvöld mæta svo útsendarar frá skrifstofum í París, London og New York til að kíkja á stelpurnar og þær gætu þá landað samning." Húsið opnar klukkan átta í kvöld og aðgangseyrir er einungis 950 krónur. Tónlistarflutningur verður í höndum hljómsveitanna Steed Lord og Sometime. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Tískuviðburðurinn Made in Iceland fer fram í Loftkastalanum í kvöld en þar munu alls sex ungir og upprennandi fatahönnuðir sýna hönnun sína. Það eru fyrirtækin Eskimo og Basecamp sem standa fyrir kvöldinu. Tískugúrúar hvaðanæva að úr heiminum munu flykkjast á sýninguna í kvöld og þarna verða til dæmis tískuhönnuðurinn Marjan Pejoski sem er sennilega þekktastur hérlendis fyrir svanakjólinn sem Björk klæddist á Óskarnum en hönnun hans er seld í KronKron. Einnig hafa boðað komu sína blaðafulltrúar frá Dazed and Confused og V-Magazine auk innkaupastjóra búðarinnar KokonToZai í London. Markmiðið með þessum herlegheitum er að kynna til leiks ferska og hæfileikaríka íslenska hönnuði en í kvöld fáum við að sjá hönnun frá Aftur, Eygló, Raxel, Starkiller, Forynju og hönnunartvíeykinu Ostwald-Helgason. Það síðastnefnda skipa Ingvar Helgason og Susanne Ostwald. „Við kynntumst þegar við unnum bæði hjá hönnuðinum Marjan Pejoski og enduðum á því að stofna fyrirtæki saman," segir Ingvar sem fæddur er í Reykjavík en fluttist til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði saum og sníðagerð. „Merkið okkar gengur mjög vel en fötin eru meðal annars seld í London, París, New York, Hong Kong, Tókýó og Vín. Íslandsmarkaður hefur hins vegar orðið eitthvað útundan og vonandi bætir sýningin úr því," segir hann og bætir við að hann sé mjög spenntur fyrir kvöldinu. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum með „catwalk" sýningu og það er auðvitað mjög spennandi og gaman að gera það á Íslandi. Það verður líka mjög skemmtilegt að sjá hvað hinir íslensku hönnuðirnir hafa upp á að bjóða," Ostwald-Helgason. Hönnun þeirra er seld í tískuverslunum víðsvegar um heiminn. Auk hönnuðanna verða kynntar sextán nýjar íslenskar fyrirsætur sem munu sýna fötin. „Við tókum á móti hátt í tvö hundruð stelpum alls staðar að af landinu og þær sextán sem við völdum hafa verið að æfa sig síðustu tíu daga og eru orðnar mjög góðar," segir Ásta Kristjánsdóttir hjá Eskimo og bætir því við að fyrirtækið sé hætt með Ford fyrirsætukeppnina. „Við ákváðum að velja frekar sextán manna hóp á hverju ári og þjálfa þær upp í staðinn fyrir að ein vinni. Þetta er bæði uppbyggilegri og skemmtilegri leið. Veggina í salnum prýða tveggja metra háar myndir af stúlkunum og myndar það skemmtilega stemningu. Í kvöld mæta svo útsendarar frá skrifstofum í París, London og New York til að kíkja á stelpurnar og þær gætu þá landað samning." Húsið opnar klukkan átta í kvöld og aðgangseyrir er einungis 950 krónur. Tónlistarflutningur verður í höndum hljómsveitanna Steed Lord og Sometime.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira