Rótlaus heilsugæsla og félagsþjónusta 18. maí 2007 06:00 Undanfarin ár hefur rekstrarklúður Heilsugæslu og Félagsþjónusu ítrekað gert almenningi ljóst hve nauðsynlegt er að vanda val stjórnenda. Verst er að ráðherrar Framsóknarflokksins stjórna ráðuneytum félags- og heilbrigðismála. Það kemur niður á starfsfólki þessara mikilvægu þjónustugreina og skjólstæðingum þeirra. Ráðherrarnir trúa betur ráðleggingum gloppóttra stjórnenda þjónustugreinana en því sem starfsfólk og neytendu hafa fram að færa. Heilsugæslan hefur eytt ómældri orku í sífeldar færslur á stjórnstöð sinni og verustað starfsmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo sala stjórnvalda á Heisuverndarstöðinni sem er sérhönnuð fyrir heilbrigðisþjónustu. Slík heimska er sér á báti. Víst er að engin bóndi hér á landi er svo skyni skroppin að hann selji fjárhús sín og leigi þau svo. Frá því að ég fór að fylgjast með þessum málum, hafa stjórnendur mikilvægustu þjónustugreinana verið úti á þekju í samskiptum sínum við starfsfólk og skjólstæðinga. Skrítin vinnutilhögun og sífeldar breytingar í tilskipunarstíl, einkenna störf þeirra. Hvergi örlar á vilja til samráðs við þá sem vinnan snýst um. Fyrir nokkrum árum fengu stjórnendur Heilsugæslunar þá hugmynd að lækka mætti kaup starfsfólks með sjónhverfingum. Heimaþjónusta Heilsugæslunnar ók á eigin bílum til og frá vinnustöðum og nú skyldi því breytt og voru fimmtíu bílar í það minnsta, keyptir af openberu fé og þjónustu samningum við starfskonurnar sagt upp. Sársaukafullt verkfall kom í kjölfarið. Að lokum var samið um niðurfellingu greiðslna í áföngum. Eftir fyrstu niðurfellingarnar hætti hluti af reyndasta starfsliðinu. Það þarf stéttvísi, kjark og getu til að berjast fyrir rétti sínum við ofurvald sem getur valdið baráttufólki vandræðum síðar. Heilsugæslan verðlaunaði svo nokkrar konur sem réðu sig í verkfallinu og þær sem létu sér á sama standa. Slíkt ráðslag hlýtur að valda skertu trúnaðartrausti og tortryggni. Síðan þetta átti sér stað hefur taflið snúist við og erfitt að manna stöður. Til að mæta því og til að lækka kostnað, var farið í svokallaða samþættingu heilsugæslu, félagsþjónustu og svæðisskrifstofu. Samþættingin er öll heilsugæslunni í vil, því hún fær mikla aðstoð frá hinum báðum en lætur ekkert í staðin. Á síðast liðnum fimm árum hefur starfsfólki félagsþjónustu fækkað og vinna aukin. Neytendur verða að sætta sig við verri þjónustu en var fyrir samþættingu, enda flestar breytingar á þeirra kosnað og starfsfólks. Fólkið sem vinnur störfin er á stanslausum þeytingi borðandi á hlaupum og hefur engan tíma til annars en að sinna brýnustu þörfum íbúanna. Andleg samskipti fá engan skilning hjá stjórnendum þjónustugreinanna sem virðast meta sparnað meira en sæmd stofnana og heilsu starfsfólks. Hér er ég að tala um fólk á fráfælandi lágum launum. Líka um sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Vinna þessa fólks er erfið, krefjandi og vanmetin. Ljós í tilveru þeirra sem þurfa að búa við svo alhliða þjónustu, er starfslið þjónustugreinanna. Þó starfskonur fari eftir ótrúlega stífum vinnulistum þar sem minnstu vandamál skjólstæðinga setja allt úr tímaskorðum, breytir það ekki fasi þeirra, né vilja til að hjálpa. Það er ekki við þær að sakast þegar skjólstæðingar þurfa að bíða á annan tímann eftir aðstoð af eða á klósett. Sparað er þar sem síst skyldi. Hræsni stjórnvalda gagnvart öldruðum og fötluðum er svo augljós að jaðrar við ögrun. Gerið þið bara í málunu ef þið getið, gætu þau verið að segja. Skömm síðustu fjögura ríkisstjórna mun lengi í mynnum höfð og eru umhverfisspjöll og launamisrétti efst á blaði. Vegna ógeðfeldrar launastefnu þeirra er nær útilokað að fá íslendinga í umönnun. Eina færa leiðin til að leysa vandann er að stór-hækka lægstu launin og borga sanngjarnt kaup. Mannsæmandi laun. Ekki ölmusu. Höfundur er trésmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur rekstrarklúður Heilsugæslu og Félagsþjónusu ítrekað gert almenningi ljóst hve nauðsynlegt er að vanda val stjórnenda. Verst er að ráðherrar Framsóknarflokksins stjórna ráðuneytum félags- og heilbrigðismála. Það kemur niður á starfsfólki þessara mikilvægu þjónustugreina og skjólstæðingum þeirra. Ráðherrarnir trúa betur ráðleggingum gloppóttra stjórnenda þjónustugreinana en því sem starfsfólk og neytendu hafa fram að færa. Heilsugæslan hefur eytt ómældri orku í sífeldar færslur á stjórnstöð sinni og verustað starfsmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo sala stjórnvalda á Heisuverndarstöðinni sem er sérhönnuð fyrir heilbrigðisþjónustu. Slík heimska er sér á báti. Víst er að engin bóndi hér á landi er svo skyni skroppin að hann selji fjárhús sín og leigi þau svo. Frá því að ég fór að fylgjast með þessum málum, hafa stjórnendur mikilvægustu þjónustugreinana verið úti á þekju í samskiptum sínum við starfsfólk og skjólstæðinga. Skrítin vinnutilhögun og sífeldar breytingar í tilskipunarstíl, einkenna störf þeirra. Hvergi örlar á vilja til samráðs við þá sem vinnan snýst um. Fyrir nokkrum árum fengu stjórnendur Heilsugæslunar þá hugmynd að lækka mætti kaup starfsfólks með sjónhverfingum. Heimaþjónusta Heilsugæslunnar ók á eigin bílum til og frá vinnustöðum og nú skyldi því breytt og voru fimmtíu bílar í það minnsta, keyptir af openberu fé og þjónustu samningum við starfskonurnar sagt upp. Sársaukafullt verkfall kom í kjölfarið. Að lokum var samið um niðurfellingu greiðslna í áföngum. Eftir fyrstu niðurfellingarnar hætti hluti af reyndasta starfsliðinu. Það þarf stéttvísi, kjark og getu til að berjast fyrir rétti sínum við ofurvald sem getur valdið baráttufólki vandræðum síðar. Heilsugæslan verðlaunaði svo nokkrar konur sem réðu sig í verkfallinu og þær sem létu sér á sama standa. Slíkt ráðslag hlýtur að valda skertu trúnaðartrausti og tortryggni. Síðan þetta átti sér stað hefur taflið snúist við og erfitt að manna stöður. Til að mæta því og til að lækka kostnað, var farið í svokallaða samþættingu heilsugæslu, félagsþjónustu og svæðisskrifstofu. Samþættingin er öll heilsugæslunni í vil, því hún fær mikla aðstoð frá hinum báðum en lætur ekkert í staðin. Á síðast liðnum fimm árum hefur starfsfólki félagsþjónustu fækkað og vinna aukin. Neytendur verða að sætta sig við verri þjónustu en var fyrir samþættingu, enda flestar breytingar á þeirra kosnað og starfsfólks. Fólkið sem vinnur störfin er á stanslausum þeytingi borðandi á hlaupum og hefur engan tíma til annars en að sinna brýnustu þörfum íbúanna. Andleg samskipti fá engan skilning hjá stjórnendum þjónustugreinanna sem virðast meta sparnað meira en sæmd stofnana og heilsu starfsfólks. Hér er ég að tala um fólk á fráfælandi lágum launum. Líka um sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Vinna þessa fólks er erfið, krefjandi og vanmetin. Ljós í tilveru þeirra sem þurfa að búa við svo alhliða þjónustu, er starfslið þjónustugreinanna. Þó starfskonur fari eftir ótrúlega stífum vinnulistum þar sem minnstu vandamál skjólstæðinga setja allt úr tímaskorðum, breytir það ekki fasi þeirra, né vilja til að hjálpa. Það er ekki við þær að sakast þegar skjólstæðingar þurfa að bíða á annan tímann eftir aðstoð af eða á klósett. Sparað er þar sem síst skyldi. Hræsni stjórnvalda gagnvart öldruðum og fötluðum er svo augljós að jaðrar við ögrun. Gerið þið bara í málunu ef þið getið, gætu þau verið að segja. Skömm síðustu fjögura ríkisstjórna mun lengi í mynnum höfð og eru umhverfisspjöll og launamisrétti efst á blaði. Vegna ógeðfeldrar launastefnu þeirra er nær útilokað að fá íslendinga í umönnun. Eina færa leiðin til að leysa vandann er að stór-hækka lægstu launin og borga sanngjarnt kaup. Mannsæmandi laun. Ekki ölmusu. Höfundur er trésmíðameistari.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun