Framsókn á fardögum 18. maí 2007 06:00 Opið bréf til Jóns Sigurðssonar Sæll Jón: Á Íslandi urðu gríðarlegar framfarir á síðustu öld. Sjávarplássin byggðust upp, enda stutt á miðin. Landbúnaðurinn dafnaði og afkoman var örugg. Drifkraftur þjóðarinnar var trúin á framtíðina. En þá skyndilega hljóp andskotinn í Framsóknarflokkinn og undir yfirskini hagræðingar var dembt kvóta yfir þá atvinnuvegi sem sem báru uppi vaxandi samfélag, sem drifið var af auðlindum lands og sjávar, sameign þjóðarinnar allrar. Ekkert hefur leitt meiri áþján yfir þjóðina en þessi verk. Þeir bændur og útvegsmenn sem enn starfa, stórskuldugir. Öðrum er bannað að róa og hömlur á sölu búvara. Árið 1988 tók ég ásamt hópi bænda til varna gegn þessum ólögum og létum við nokkuð til okkar taka í málefnum bænda. Öruggt er að um tíma vorum við Framsóknarflokknum Þrándur í Götu. Við háðum harða baráttu við miskunnarlaust ofurefli. Um allt land yfirgaf fólk sveitirnar nauðugt og hvarf til þéttbýlli svæða. Nú, þegar allt er komið í hundana á landsbyggðinni Jón, eltir Framsóknarflokkurinn það mýrarljós að erlend stóriðja sem engin veit hverjir eiga frá degi til dags muni færa landsbyggðinni björgina. Hana á að drífa með orku í eigu Íslendinga á gjafverði hvar sem í hana næst og fórna öllu fyrir. Þeim fjölgar stöðugt sem sjá hvílíka villu þið framsóknarmenn vaðið. Síðustu daga fráfarandi þings efndir þú til sjónleiks um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þóttist vilja ákvæði þar um í stjórnarskrána. Á sama tíma stóðstu að sölu til einkaaðila á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, orkufyrirtæki í almannaeigu. Hvorn Jóninn er að marka, Jón? Framsóknarflokkurinn er nú í sömu sporum og þeir sem hröktust af búum sínum undan ofríki hans. Borgarbúar hafa sagt honum upp vistinni og fardagar nálgast. Er nú ekki réttast, Jón, að Framsóknarflokkurinn axli sín skinn og hafi sig út fyrir borgarmörkin með allt sem á hann minnir? Vertu sæll Jón. Höfundur er fyrrum bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Opið bréf til Jóns Sigurðssonar Sæll Jón: Á Íslandi urðu gríðarlegar framfarir á síðustu öld. Sjávarplássin byggðust upp, enda stutt á miðin. Landbúnaðurinn dafnaði og afkoman var örugg. Drifkraftur þjóðarinnar var trúin á framtíðina. En þá skyndilega hljóp andskotinn í Framsóknarflokkinn og undir yfirskini hagræðingar var dembt kvóta yfir þá atvinnuvegi sem sem báru uppi vaxandi samfélag, sem drifið var af auðlindum lands og sjávar, sameign þjóðarinnar allrar. Ekkert hefur leitt meiri áþján yfir þjóðina en þessi verk. Þeir bændur og útvegsmenn sem enn starfa, stórskuldugir. Öðrum er bannað að róa og hömlur á sölu búvara. Árið 1988 tók ég ásamt hópi bænda til varna gegn þessum ólögum og létum við nokkuð til okkar taka í málefnum bænda. Öruggt er að um tíma vorum við Framsóknarflokknum Þrándur í Götu. Við háðum harða baráttu við miskunnarlaust ofurefli. Um allt land yfirgaf fólk sveitirnar nauðugt og hvarf til þéttbýlli svæða. Nú, þegar allt er komið í hundana á landsbyggðinni Jón, eltir Framsóknarflokkurinn það mýrarljós að erlend stóriðja sem engin veit hverjir eiga frá degi til dags muni færa landsbyggðinni björgina. Hana á að drífa með orku í eigu Íslendinga á gjafverði hvar sem í hana næst og fórna öllu fyrir. Þeim fjölgar stöðugt sem sjá hvílíka villu þið framsóknarmenn vaðið. Síðustu daga fráfarandi þings efndir þú til sjónleiks um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þóttist vilja ákvæði þar um í stjórnarskrána. Á sama tíma stóðstu að sölu til einkaaðila á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, orkufyrirtæki í almannaeigu. Hvorn Jóninn er að marka, Jón? Framsóknarflokkurinn er nú í sömu sporum og þeir sem hröktust af búum sínum undan ofríki hans. Borgarbúar hafa sagt honum upp vistinni og fardagar nálgast. Er nú ekki réttast, Jón, að Framsóknarflokkurinn axli sín skinn og hafi sig út fyrir borgarmörkin með allt sem á hann minnir? Vertu sæll Jón. Höfundur er fyrrum bóndi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar