Hvað gerðist á Prestastefnu 2007? 5. maí 2007 05:30 Á Prestastefnu 2007, sem haldin var nýlega, fór fram atkvæðagreiðsla um álit kenningarnefndar kirkjunnar um staðfesta samvist. Í því var ítrekað að kirkjan styður staðfesta samvist og vill bjóða upp á athafnir blessunar og fyrirbæna fyrir fólk sem staðfest hefur samvist sína. Prestastefna samþykkti álitið með miklum meirihluta og var kenningarnefnd falið að búa það til Kirkjuþings. Þeir sem ekki greiddu álitinu atkvæði töldu ýmist að það gengi of langt eða of skammt. Samþykkt Prestastefnu á þessu áliti kenningarnefndar varð ekki fyrirferðarmikil í fréttaflutningi af stefnunni. Ástæðan var sú að tími og rými fréttamiðla fór að miklu leyti í að segja frá því sem ekki gerðist þar. Nú þegar mönnum er örlítið runninn móðurinn er kannski ekki úr vegi að minna á þetta. Nauðsynlegt er einnig að árétta að Prestastefna er umsagnaraðili um málið sem fær formlega afgreiðslu á Kirkjuþingi í haust. Því er einfaldlega ekki lokið og er það enn til umræðu innan kirkjunnar. Fullyrðingar um að Kirkjuþing hafi samþykkt eitthvað eða að Þjóðkirkjan hafi hafnað einhverju eru því ekki réttar.BiblíuskilningurÍ áliti kenningarnefndar er meðal annars rætt um Biblíuskilning hvað varðar samkynhneigð. Í Biblíunni er að finna ritningarstaði sem fjalla neikvætt um mök fólks af sama kyni og hefur þeim ritningarstöðum verið beitt gegn samkynhneigðu fólki. Kenningarnefnd tekur þá afstöðu að þessir ritningarstaðir standi í ákveðnu menningarlegu og trúarlegu samhengi síns tíma og beri að skilja þá út frá því. Þessir staðir fordæmi ekki samkynhneigð sem slíka og heldur ekki þá samkynhneigðu einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfesti. Lútherskar kirkjurÞjóðkirkjan starfar með systurkirkjum á Norðurlöndum og Bretlandseyjum og á aðild að alþjóðlegum kirknasamtökum, þar á meðal Lútherska heimssambandinu. Sænska kirkjan hefur ein lútherskra kirkna innan sambandsins tekið upp opinbert blessunarritúal, en hluti dönsku kirkjunnar gerir hið sama. Íslenska þjóðkirkjan verður því önnur lútherska kirkjan í heimssambandinu til að taka upp slíkt ritúal með formlegri samþykkt á grundvelli kirkjunnar, verði það samþykkt á kirkjuþingi í haust. Það þýðir að sú blessun, sem staðið hefur til boða í tíu ár, fær formlega viðurkenningu kirkjunnar. Staðfest samvistStaðfest samvist er sá lagarammi sem sambúð samkynhneigðra er búinn. Ný lög sem gáfu staðfestri samvist sömu lagalegu stöðu og hjónabandi voru samþykkt 2006. Þau voru mikil réttarbót, sem ber að fagna. Álit kenningarnefndar miðast við þennan lagaramma og gengur út frá því að hjónaband karls og konu og staðfest samvist séu tvö mismunandi en jafngild sambúðarform. Tillaga um að Þjóðkirkjan sæktist eftir heimild fyrir presta sína til að staðfesta samvist, og fara þannig fram á að lagaramminn yrði víkkaður, kom fram á Prestastefnu 2007 og var vísað til biskups og kenningarnefndar. Þá var samþykkt að biðja um að gerð yrði skoðanakönnun meðal presta um afstöðu þeirra til slíks lagagjörnings. Kenningarnefnd tekur við ábendingum til fyrsta júní og gengur síðan frá endanlegu áliti sem verður afgreitt á Kirkjuþingi í október. Tillaga á prestastefnu um að fara þess á leit við Alþingi að prestar fái heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á Prestastefnu 2007. Sú tillaga miðast við að hjúskaparlögum, sem skilgreina hjónaband sem sáttmála karls og konu, sé breytt. Um þetta eru afar skiptar skoðanir. Málinu er ekki lokiðÞjóðkirkjan er stór kirkja og innan hennar eru margar skoðanir. Í þessari vinnu sem og öðrum ágreiningsmálum er reynt að vinna þannig að sem víðtækust samstaða náist um hvert skref. Það getur tekið á og verið tímafrekt. Þegar slíku ferli er hins vegar lokið má reikna með að samkomulag náist og almenn sátt verði um framganginn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á Prestastefnu 2007, sem haldin var nýlega, fór fram atkvæðagreiðsla um álit kenningarnefndar kirkjunnar um staðfesta samvist. Í því var ítrekað að kirkjan styður staðfesta samvist og vill bjóða upp á athafnir blessunar og fyrirbæna fyrir fólk sem staðfest hefur samvist sína. Prestastefna samþykkti álitið með miklum meirihluta og var kenningarnefnd falið að búa það til Kirkjuþings. Þeir sem ekki greiddu álitinu atkvæði töldu ýmist að það gengi of langt eða of skammt. Samþykkt Prestastefnu á þessu áliti kenningarnefndar varð ekki fyrirferðarmikil í fréttaflutningi af stefnunni. Ástæðan var sú að tími og rými fréttamiðla fór að miklu leyti í að segja frá því sem ekki gerðist þar. Nú þegar mönnum er örlítið runninn móðurinn er kannski ekki úr vegi að minna á þetta. Nauðsynlegt er einnig að árétta að Prestastefna er umsagnaraðili um málið sem fær formlega afgreiðslu á Kirkjuþingi í haust. Því er einfaldlega ekki lokið og er það enn til umræðu innan kirkjunnar. Fullyrðingar um að Kirkjuþing hafi samþykkt eitthvað eða að Þjóðkirkjan hafi hafnað einhverju eru því ekki réttar.BiblíuskilningurÍ áliti kenningarnefndar er meðal annars rætt um Biblíuskilning hvað varðar samkynhneigð. Í Biblíunni er að finna ritningarstaði sem fjalla neikvætt um mök fólks af sama kyni og hefur þeim ritningarstöðum verið beitt gegn samkynhneigðu fólki. Kenningarnefnd tekur þá afstöðu að þessir ritningarstaðir standi í ákveðnu menningarlegu og trúarlegu samhengi síns tíma og beri að skilja þá út frá því. Þessir staðir fordæmi ekki samkynhneigð sem slíka og heldur ekki þá samkynhneigðu einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfesti. Lútherskar kirkjurÞjóðkirkjan starfar með systurkirkjum á Norðurlöndum og Bretlandseyjum og á aðild að alþjóðlegum kirknasamtökum, þar á meðal Lútherska heimssambandinu. Sænska kirkjan hefur ein lútherskra kirkna innan sambandsins tekið upp opinbert blessunarritúal, en hluti dönsku kirkjunnar gerir hið sama. Íslenska þjóðkirkjan verður því önnur lútherska kirkjan í heimssambandinu til að taka upp slíkt ritúal með formlegri samþykkt á grundvelli kirkjunnar, verði það samþykkt á kirkjuþingi í haust. Það þýðir að sú blessun, sem staðið hefur til boða í tíu ár, fær formlega viðurkenningu kirkjunnar. Staðfest samvistStaðfest samvist er sá lagarammi sem sambúð samkynhneigðra er búinn. Ný lög sem gáfu staðfestri samvist sömu lagalegu stöðu og hjónabandi voru samþykkt 2006. Þau voru mikil réttarbót, sem ber að fagna. Álit kenningarnefndar miðast við þennan lagaramma og gengur út frá því að hjónaband karls og konu og staðfest samvist séu tvö mismunandi en jafngild sambúðarform. Tillaga um að Þjóðkirkjan sæktist eftir heimild fyrir presta sína til að staðfesta samvist, og fara þannig fram á að lagaramminn yrði víkkaður, kom fram á Prestastefnu 2007 og var vísað til biskups og kenningarnefndar. Þá var samþykkt að biðja um að gerð yrði skoðanakönnun meðal presta um afstöðu þeirra til slíks lagagjörnings. Kenningarnefnd tekur við ábendingum til fyrsta júní og gengur síðan frá endanlegu áliti sem verður afgreitt á Kirkjuþingi í október. Tillaga á prestastefnu um að fara þess á leit við Alþingi að prestar fái heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á Prestastefnu 2007. Sú tillaga miðast við að hjúskaparlögum, sem skilgreina hjónaband sem sáttmála karls og konu, sé breytt. Um þetta eru afar skiptar skoðanir. Málinu er ekki lokiðÞjóðkirkjan er stór kirkja og innan hennar eru margar skoðanir. Í þessari vinnu sem og öðrum ágreiningsmálum er reynt að vinna þannig að sem víðtækust samstaða náist um hvert skref. Það getur tekið á og verið tímafrekt. Þegar slíku ferli er hins vegar lokið má reikna með að samkomulag náist og almenn sátt verði um framganginn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar