Hvað gerðist á Prestastefnu 2007? 5. maí 2007 05:30 Á Prestastefnu 2007, sem haldin var nýlega, fór fram atkvæðagreiðsla um álit kenningarnefndar kirkjunnar um staðfesta samvist. Í því var ítrekað að kirkjan styður staðfesta samvist og vill bjóða upp á athafnir blessunar og fyrirbæna fyrir fólk sem staðfest hefur samvist sína. Prestastefna samþykkti álitið með miklum meirihluta og var kenningarnefnd falið að búa það til Kirkjuþings. Þeir sem ekki greiddu álitinu atkvæði töldu ýmist að það gengi of langt eða of skammt. Samþykkt Prestastefnu á þessu áliti kenningarnefndar varð ekki fyrirferðarmikil í fréttaflutningi af stefnunni. Ástæðan var sú að tími og rými fréttamiðla fór að miklu leyti í að segja frá því sem ekki gerðist þar. Nú þegar mönnum er örlítið runninn móðurinn er kannski ekki úr vegi að minna á þetta. Nauðsynlegt er einnig að árétta að Prestastefna er umsagnaraðili um málið sem fær formlega afgreiðslu á Kirkjuþingi í haust. Því er einfaldlega ekki lokið og er það enn til umræðu innan kirkjunnar. Fullyrðingar um að Kirkjuþing hafi samþykkt eitthvað eða að Þjóðkirkjan hafi hafnað einhverju eru því ekki réttar.BiblíuskilningurÍ áliti kenningarnefndar er meðal annars rætt um Biblíuskilning hvað varðar samkynhneigð. Í Biblíunni er að finna ritningarstaði sem fjalla neikvætt um mök fólks af sama kyni og hefur þeim ritningarstöðum verið beitt gegn samkynhneigðu fólki. Kenningarnefnd tekur þá afstöðu að þessir ritningarstaðir standi í ákveðnu menningarlegu og trúarlegu samhengi síns tíma og beri að skilja þá út frá því. Þessir staðir fordæmi ekki samkynhneigð sem slíka og heldur ekki þá samkynhneigðu einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfesti. Lútherskar kirkjurÞjóðkirkjan starfar með systurkirkjum á Norðurlöndum og Bretlandseyjum og á aðild að alþjóðlegum kirknasamtökum, þar á meðal Lútherska heimssambandinu. Sænska kirkjan hefur ein lútherskra kirkna innan sambandsins tekið upp opinbert blessunarritúal, en hluti dönsku kirkjunnar gerir hið sama. Íslenska þjóðkirkjan verður því önnur lútherska kirkjan í heimssambandinu til að taka upp slíkt ritúal með formlegri samþykkt á grundvelli kirkjunnar, verði það samþykkt á kirkjuþingi í haust. Það þýðir að sú blessun, sem staðið hefur til boða í tíu ár, fær formlega viðurkenningu kirkjunnar. Staðfest samvistStaðfest samvist er sá lagarammi sem sambúð samkynhneigðra er búinn. Ný lög sem gáfu staðfestri samvist sömu lagalegu stöðu og hjónabandi voru samþykkt 2006. Þau voru mikil réttarbót, sem ber að fagna. Álit kenningarnefndar miðast við þennan lagaramma og gengur út frá því að hjónaband karls og konu og staðfest samvist séu tvö mismunandi en jafngild sambúðarform. Tillaga um að Þjóðkirkjan sæktist eftir heimild fyrir presta sína til að staðfesta samvist, og fara þannig fram á að lagaramminn yrði víkkaður, kom fram á Prestastefnu 2007 og var vísað til biskups og kenningarnefndar. Þá var samþykkt að biðja um að gerð yrði skoðanakönnun meðal presta um afstöðu þeirra til slíks lagagjörnings. Kenningarnefnd tekur við ábendingum til fyrsta júní og gengur síðan frá endanlegu áliti sem verður afgreitt á Kirkjuþingi í október. Tillaga á prestastefnu um að fara þess á leit við Alþingi að prestar fái heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á Prestastefnu 2007. Sú tillaga miðast við að hjúskaparlögum, sem skilgreina hjónaband sem sáttmála karls og konu, sé breytt. Um þetta eru afar skiptar skoðanir. Málinu er ekki lokiðÞjóðkirkjan er stór kirkja og innan hennar eru margar skoðanir. Í þessari vinnu sem og öðrum ágreiningsmálum er reynt að vinna þannig að sem víðtækust samstaða náist um hvert skref. Það getur tekið á og verið tímafrekt. Þegar slíku ferli er hins vegar lokið má reikna með að samkomulag náist og almenn sátt verði um framganginn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á Prestastefnu 2007, sem haldin var nýlega, fór fram atkvæðagreiðsla um álit kenningarnefndar kirkjunnar um staðfesta samvist. Í því var ítrekað að kirkjan styður staðfesta samvist og vill bjóða upp á athafnir blessunar og fyrirbæna fyrir fólk sem staðfest hefur samvist sína. Prestastefna samþykkti álitið með miklum meirihluta og var kenningarnefnd falið að búa það til Kirkjuþings. Þeir sem ekki greiddu álitinu atkvæði töldu ýmist að það gengi of langt eða of skammt. Samþykkt Prestastefnu á þessu áliti kenningarnefndar varð ekki fyrirferðarmikil í fréttaflutningi af stefnunni. Ástæðan var sú að tími og rými fréttamiðla fór að miklu leyti í að segja frá því sem ekki gerðist þar. Nú þegar mönnum er örlítið runninn móðurinn er kannski ekki úr vegi að minna á þetta. Nauðsynlegt er einnig að árétta að Prestastefna er umsagnaraðili um málið sem fær formlega afgreiðslu á Kirkjuþingi í haust. Því er einfaldlega ekki lokið og er það enn til umræðu innan kirkjunnar. Fullyrðingar um að Kirkjuþing hafi samþykkt eitthvað eða að Þjóðkirkjan hafi hafnað einhverju eru því ekki réttar.BiblíuskilningurÍ áliti kenningarnefndar er meðal annars rætt um Biblíuskilning hvað varðar samkynhneigð. Í Biblíunni er að finna ritningarstaði sem fjalla neikvætt um mök fólks af sama kyni og hefur þeim ritningarstöðum verið beitt gegn samkynhneigðu fólki. Kenningarnefnd tekur þá afstöðu að þessir ritningarstaðir standi í ákveðnu menningarlegu og trúarlegu samhengi síns tíma og beri að skilja þá út frá því. Þessir staðir fordæmi ekki samkynhneigð sem slíka og heldur ekki þá samkynhneigðu einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfesti. Lútherskar kirkjurÞjóðkirkjan starfar með systurkirkjum á Norðurlöndum og Bretlandseyjum og á aðild að alþjóðlegum kirknasamtökum, þar á meðal Lútherska heimssambandinu. Sænska kirkjan hefur ein lútherskra kirkna innan sambandsins tekið upp opinbert blessunarritúal, en hluti dönsku kirkjunnar gerir hið sama. Íslenska þjóðkirkjan verður því önnur lútherska kirkjan í heimssambandinu til að taka upp slíkt ritúal með formlegri samþykkt á grundvelli kirkjunnar, verði það samþykkt á kirkjuþingi í haust. Það þýðir að sú blessun, sem staðið hefur til boða í tíu ár, fær formlega viðurkenningu kirkjunnar. Staðfest samvistStaðfest samvist er sá lagarammi sem sambúð samkynhneigðra er búinn. Ný lög sem gáfu staðfestri samvist sömu lagalegu stöðu og hjónabandi voru samþykkt 2006. Þau voru mikil réttarbót, sem ber að fagna. Álit kenningarnefndar miðast við þennan lagaramma og gengur út frá því að hjónaband karls og konu og staðfest samvist séu tvö mismunandi en jafngild sambúðarform. Tillaga um að Þjóðkirkjan sæktist eftir heimild fyrir presta sína til að staðfesta samvist, og fara þannig fram á að lagaramminn yrði víkkaður, kom fram á Prestastefnu 2007 og var vísað til biskups og kenningarnefndar. Þá var samþykkt að biðja um að gerð yrði skoðanakönnun meðal presta um afstöðu þeirra til slíks lagagjörnings. Kenningarnefnd tekur við ábendingum til fyrsta júní og gengur síðan frá endanlegu áliti sem verður afgreitt á Kirkjuþingi í október. Tillaga á prestastefnu um að fara þess á leit við Alþingi að prestar fái heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á Prestastefnu 2007. Sú tillaga miðast við að hjúskaparlögum, sem skilgreina hjónaband sem sáttmála karls og konu, sé breytt. Um þetta eru afar skiptar skoðanir. Málinu er ekki lokiðÞjóðkirkjan er stór kirkja og innan hennar eru margar skoðanir. Í þessari vinnu sem og öðrum ágreiningsmálum er reynt að vinna þannig að sem víðtækust samstaða náist um hvert skref. Það getur tekið á og verið tímafrekt. Þegar slíku ferli er hins vegar lokið má reikna með að samkomulag náist og almenn sátt verði um framganginn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar