Fjölbreytt og réttlátt menntakerfi 19. apríl 2007 05:00 Ef fólk er spurt hvað er þeim mikilvægast eða dýrmætast í lífinu myndu flestir foreldrar svara því að það séu börnin. Því er nú svo farið að allir foreldrar þurfa að senda börnin sín í skóla og að sjálfsögðu viljum við að þeim líði vel í skólanum ekki síður en að þau læri eitthvað gagnlegt. Eftir að báðir foreldrar fóru út á vinnumarkaðinn hefur þróunin orðið sú að börnin eru mestan tíma sólarhringsins í skólanum. Það er því ákaflega mikilvægt að skólakerfið sé sniðið að þörfum barnanna og taki mið af einstaklingnum ekki síður en heildinni. Við Vinstri græn viljum að innan skólakerfisins rúmist mismunandi straumar og stefnur svo að bæði börn og foreldrar geti valið það sem hentar þeim best. Það teljum við að best sé gert með því meðal annars að draga úr miðstýringu, fara nýjar leiðir í mati á námsárangri þannig að skólastarfið miðist ekki eingöngu við próf, ýta undir og taka vel á móti frumkvæði fagfólks og gefa þeim hugmyndafræðilegt frelsi innan skólakerfisins og leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám. Innan skólakerfisins þarf líka að vera bæði tími og rými fyrir mikinn leik og sköpun barna. Ekki veitir af að börn fái að vera börn og leika sér eins lengi og mögulegt er. Hvernig sjá Vinstri græn fyrir sér menntakerfi til framtíðar?Fjölbreytni er góð – skólagjöld er mismununMismunandi straumar og stefnur innan skólakerfisins gera það að verkum að hver og einn ætti að eiga auðveldara með að finna skóla við hæfi barna sinna og foreldrar geta þá valið hvað þeim finnst henta best.Innan hins opinbera menntakerfis þarf að vera rúm fyrir sjálfstætt framtak fagfólks og hugmyndafræðilegt frelsi. Þeir sjálfstæðu skólar sem nú eru reknir fá allir framlög frá hinu opinbera. Það þarf hins vegar að gera breytingar í kerfinu þannig að hægt sé að bjóða upp á hið sjálfstæða framtak fagfólks og mismunandi aðferðir innan kerfisins en afnema með öllu skólagjöld því þau eru eingöngu til þess að mismuna börnum. Við teljum að öll börn eigi að hafa þetta val, en ekki einungis þau sem koma frá efnaðri heimilum.Breyttar áherslur – lýðræði, leikur og líðanÍ stefnuskrá Vinstri grænna í menntamálum kemur fram að við viljum afnema samræmd próf og opna fyrir nýjar leiðir í mati á skólastarfi og námsárangri. Einnig viljum við ýta undir einstaklingsmiðað nám í mun víðari skilningi þess heldur en eingöngu að það taki mið af því hversu hratt hver nemandi fer í gegnum hið hefðbundna námsefni. Að okkar mati þurfa börnin líka að hafa frelsi til þess að velja í auknum mæli um listir, íþróttir, handverk eða vísindi ef áhugi þeirra liggur á einu sviði framar öðru. Þar að auki teljum við að nemendur eigi að fá frelsi til að koma að mótun skólastarfsins í auknum mæli og læra lýðræðisleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Kjör og menntun kennaraMenntun og umönnun barna okkar er með verðmætustu störfum samfélagsins því þar er grunnurinn lagður að framtíðinni. Nauðsynlegt er að tryggja kennurum og fagfólki góð kjör og verður það að teljast góð langtímafjárfesting samfélagsins í heild. Að mati okkar Vinstri grænna þarf einnig að leggja aukna áherslu á símenntun kennara og rannsóknir í skólastarfi.Auk þess sem hér er nefnt má líka bæta við að í menntastefnu okkar leggjum við áherslu á móðurmálskennslu fyrir börn innflytjenda auk menntunar í sjálfbærni og jafnrétti fyrir öll skólastig. Á framhaldsskólastiginu viljum við tryggja jafnrétti til náms þannig að landsbyggðin hafi aukinn aðgang að menntun og skólagjöld verði afnumin. Við teljum mikilvægt að tryggja jafnrétti til náms með því meðal annars að ungmennum á landsbyggðinni sé tryggður aðgangur að menntun til 18 ára aldurs. Einnig viljum við að ungt fólk geti fengið stúdentspróf af öllum námsbrautum, hvort sem um er að ræða verknám, listnám eða hinar hefðbundnu leiðir. Okkar stefna gengur út á að byggja góðan grunn fyrir framtíð landsins með góðri og fjölbreyttri menntun sem öll er metin að verðleikum. Kíkið á stefnuna á heimasíðu okkar vg.is. Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Ef fólk er spurt hvað er þeim mikilvægast eða dýrmætast í lífinu myndu flestir foreldrar svara því að það séu börnin. Því er nú svo farið að allir foreldrar þurfa að senda börnin sín í skóla og að sjálfsögðu viljum við að þeim líði vel í skólanum ekki síður en að þau læri eitthvað gagnlegt. Eftir að báðir foreldrar fóru út á vinnumarkaðinn hefur þróunin orðið sú að börnin eru mestan tíma sólarhringsins í skólanum. Það er því ákaflega mikilvægt að skólakerfið sé sniðið að þörfum barnanna og taki mið af einstaklingnum ekki síður en heildinni. Við Vinstri græn viljum að innan skólakerfisins rúmist mismunandi straumar og stefnur svo að bæði börn og foreldrar geti valið það sem hentar þeim best. Það teljum við að best sé gert með því meðal annars að draga úr miðstýringu, fara nýjar leiðir í mati á námsárangri þannig að skólastarfið miðist ekki eingöngu við próf, ýta undir og taka vel á móti frumkvæði fagfólks og gefa þeim hugmyndafræðilegt frelsi innan skólakerfisins og leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám. Innan skólakerfisins þarf líka að vera bæði tími og rými fyrir mikinn leik og sköpun barna. Ekki veitir af að börn fái að vera börn og leika sér eins lengi og mögulegt er. Hvernig sjá Vinstri græn fyrir sér menntakerfi til framtíðar?Fjölbreytni er góð – skólagjöld er mismununMismunandi straumar og stefnur innan skólakerfisins gera það að verkum að hver og einn ætti að eiga auðveldara með að finna skóla við hæfi barna sinna og foreldrar geta þá valið hvað þeim finnst henta best.Innan hins opinbera menntakerfis þarf að vera rúm fyrir sjálfstætt framtak fagfólks og hugmyndafræðilegt frelsi. Þeir sjálfstæðu skólar sem nú eru reknir fá allir framlög frá hinu opinbera. Það þarf hins vegar að gera breytingar í kerfinu þannig að hægt sé að bjóða upp á hið sjálfstæða framtak fagfólks og mismunandi aðferðir innan kerfisins en afnema með öllu skólagjöld því þau eru eingöngu til þess að mismuna börnum. Við teljum að öll börn eigi að hafa þetta val, en ekki einungis þau sem koma frá efnaðri heimilum.Breyttar áherslur – lýðræði, leikur og líðanÍ stefnuskrá Vinstri grænna í menntamálum kemur fram að við viljum afnema samræmd próf og opna fyrir nýjar leiðir í mati á skólastarfi og námsárangri. Einnig viljum við ýta undir einstaklingsmiðað nám í mun víðari skilningi þess heldur en eingöngu að það taki mið af því hversu hratt hver nemandi fer í gegnum hið hefðbundna námsefni. Að okkar mati þurfa börnin líka að hafa frelsi til þess að velja í auknum mæli um listir, íþróttir, handverk eða vísindi ef áhugi þeirra liggur á einu sviði framar öðru. Þar að auki teljum við að nemendur eigi að fá frelsi til að koma að mótun skólastarfsins í auknum mæli og læra lýðræðisleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Kjör og menntun kennaraMenntun og umönnun barna okkar er með verðmætustu störfum samfélagsins því þar er grunnurinn lagður að framtíðinni. Nauðsynlegt er að tryggja kennurum og fagfólki góð kjör og verður það að teljast góð langtímafjárfesting samfélagsins í heild. Að mati okkar Vinstri grænna þarf einnig að leggja aukna áherslu á símenntun kennara og rannsóknir í skólastarfi.Auk þess sem hér er nefnt má líka bæta við að í menntastefnu okkar leggjum við áherslu á móðurmálskennslu fyrir börn innflytjenda auk menntunar í sjálfbærni og jafnrétti fyrir öll skólastig. Á framhaldsskólastiginu viljum við tryggja jafnrétti til náms þannig að landsbyggðin hafi aukinn aðgang að menntun og skólagjöld verði afnumin. Við teljum mikilvægt að tryggja jafnrétti til náms með því meðal annars að ungmennum á landsbyggðinni sé tryggður aðgangur að menntun til 18 ára aldurs. Einnig viljum við að ungt fólk geti fengið stúdentspróf af öllum námsbrautum, hvort sem um er að ræða verknám, listnám eða hinar hefðbundnu leiðir. Okkar stefna gengur út á að byggja góðan grunn fyrir framtíð landsins með góðri og fjölbreyttri menntun sem öll er metin að verðleikum. Kíkið á stefnuna á heimasíðu okkar vg.is. Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun