Erlent

Heimsótti friðargæsluliða

Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, kom í óvænta heimsókn til Kabúl á mánudag.

Ráðherrann er á leið til Mazar-e-Sharif í norðurhluta landsins, en þar reka Norðmenn sjúkrahús og halda úti viðbragðssveit. Milli 500 og 600 norskir hermenn eru á þremur stöðum í Afganistan. Þeir eru í borgunum Kabúl, Mazar-e-Sharif og í Maymaneh. Í þeirri síðasttöldu þjálfa Norðmenn afganska lögreglumenn.

Ráðherrann hélt heim í gær, miðvikudag, en hún heimsótti norska hermenn í Afganistan á svipuðum árstíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×