Getur þú kallað þig umhverfissinna? 9. mars 2007 05:00 Ætla má af umræðunni um þessar mundir að til þess að geta talist umhverfissinni þurfi menn helst að vera á móti tilteknum framkvæmdum eða ganga um og mótmæla á götum úti. Eflaust gerir það gagn fyrir umhverfið í óskilgreindri framtíð. En þú, lesandi góður, sem telur þig umhverfissinna, getur lagt þitt af mörkum strax í dag. Það gerir þú með því að flokka úrgang sem fellur til á heimili þínu og vinnustað og koma honum á söfnunarstöð sveitarfélagsins, fengið þér þar til gerða endurvinnslutunnu eða losað þig við hann með aðstoð fyrirtækja er sérhæfa sig í meðhöndlun úrgangs. Með setningu laga um úrvinnslugjald nr. 162/2002 var Úrvinnslusjóði falið að hafa umsjón með álögðu úrvinnslugjaldi á tilgreinda vöruflokka og ráðstafa því. Úrvinnslugjaldinu er ætlað að standa undir söfnun, flutningi, flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs eða viðeigandi förgun hans. Úrvinnslusjóður semur við verktaka um framkvæmdina. Úrvinnslugjaldið var lagt á í samvinnu stjórnvalda og samtaka atvinnulífsins. Framleiðendur vara og innflytjendur taka á sig framleiðendaábyrgð með greiðslu úrvinnslugjaldsins. Úrvinnslugjaldið uppfyllir einnig mengunarbótaregluna, sem segir að sá borgi sem mengar. Úrvinnslugjaldið er hagrænn hvati til að auka verðgildi flokkaðs úrgangs, þannig að það verði eftirsótt að endurnýta og endurvinna hann. Nú þegar er lagt úrvinnslugjald á spilliefni, bíla, hjólbarða, umbúðir úr pappa, pappír og plasti, heyrúlluplast og á rafhlöður. Hægt er að koma úrgangi frá öllum þessum flokkum til söfnunarstöðva sveitarfélaga þaðan sem hann er sendur áfram til endurnýtingar eða endurvinnslu hjá viðurkenndum ráðstöfunaraðilum. Nú stendur Úrvinnslusjóður ásamt samstarfsaðilum sínum, Olís, Efnamóttökunni, Gámaþjónustunni og Hringrás, fyrir sérstöku átaki sem ætlað er að auka innsöfnun á rafhlöðum. Stór hluti rafhlaðna er hættulaus umhverfinu en afgangurinn er rafhlöður sem innihalda spilliefni, s.s. blý, kadmíum, nikkel og lithíum. Ógjörningur er fyrir almenning að þekkja þessar rafhlöður frá þeim umhverfisvænu, þar sem þær líta eins út. Því er best að safna saman öllum rafhlöðum sem til falla á heimilinu eða vinnustaðnum og koma þeim á næstu bensínstöð eða söfnunarstöð sveitarfélagsins. Þaðan er rafhlöðunum komið áfram til Efnamóttökunnar eða Hringrásar sem búa yfir þekkingu á því hvaða rafhlöður innihalda spilliefni og hverjar ekki. Rafhlöðum sem innihalda spilliefni er komið til Danmerkur í sérhæfða brennslu, en þær sem eru hættulausar eru urðaðar á þar til gerðum urðunarstað á starfssvæði Sorpu í Álfsnesi. Það er því ekkert að vanbúnaði að gerast virkur umhverfissinni og byrja að flokka úrganginn og koma honum til úrvinnslu. Þú getur byrjað strax í dag! Höfundur er verkefnastjóri hjá Úrvinnslusjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ætla má af umræðunni um þessar mundir að til þess að geta talist umhverfissinni þurfi menn helst að vera á móti tilteknum framkvæmdum eða ganga um og mótmæla á götum úti. Eflaust gerir það gagn fyrir umhverfið í óskilgreindri framtíð. En þú, lesandi góður, sem telur þig umhverfissinna, getur lagt þitt af mörkum strax í dag. Það gerir þú með því að flokka úrgang sem fellur til á heimili þínu og vinnustað og koma honum á söfnunarstöð sveitarfélagsins, fengið þér þar til gerða endurvinnslutunnu eða losað þig við hann með aðstoð fyrirtækja er sérhæfa sig í meðhöndlun úrgangs. Með setningu laga um úrvinnslugjald nr. 162/2002 var Úrvinnslusjóði falið að hafa umsjón með álögðu úrvinnslugjaldi á tilgreinda vöruflokka og ráðstafa því. Úrvinnslugjaldinu er ætlað að standa undir söfnun, flutningi, flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs eða viðeigandi förgun hans. Úrvinnslusjóður semur við verktaka um framkvæmdina. Úrvinnslugjaldið var lagt á í samvinnu stjórnvalda og samtaka atvinnulífsins. Framleiðendur vara og innflytjendur taka á sig framleiðendaábyrgð með greiðslu úrvinnslugjaldsins. Úrvinnslugjaldið uppfyllir einnig mengunarbótaregluna, sem segir að sá borgi sem mengar. Úrvinnslugjaldið er hagrænn hvati til að auka verðgildi flokkaðs úrgangs, þannig að það verði eftirsótt að endurnýta og endurvinna hann. Nú þegar er lagt úrvinnslugjald á spilliefni, bíla, hjólbarða, umbúðir úr pappa, pappír og plasti, heyrúlluplast og á rafhlöður. Hægt er að koma úrgangi frá öllum þessum flokkum til söfnunarstöðva sveitarfélaga þaðan sem hann er sendur áfram til endurnýtingar eða endurvinnslu hjá viðurkenndum ráðstöfunaraðilum. Nú stendur Úrvinnslusjóður ásamt samstarfsaðilum sínum, Olís, Efnamóttökunni, Gámaþjónustunni og Hringrás, fyrir sérstöku átaki sem ætlað er að auka innsöfnun á rafhlöðum. Stór hluti rafhlaðna er hættulaus umhverfinu en afgangurinn er rafhlöður sem innihalda spilliefni, s.s. blý, kadmíum, nikkel og lithíum. Ógjörningur er fyrir almenning að þekkja þessar rafhlöður frá þeim umhverfisvænu, þar sem þær líta eins út. Því er best að safna saman öllum rafhlöðum sem til falla á heimilinu eða vinnustaðnum og koma þeim á næstu bensínstöð eða söfnunarstöð sveitarfélagsins. Þaðan er rafhlöðunum komið áfram til Efnamóttökunnar eða Hringrásar sem búa yfir þekkingu á því hvaða rafhlöður innihalda spilliefni og hverjar ekki. Rafhlöðum sem innihalda spilliefni er komið til Danmerkur í sérhæfða brennslu, en þær sem eru hættulausar eru urðaðar á þar til gerðum urðunarstað á starfssvæði Sorpu í Álfsnesi. Það er því ekkert að vanbúnaði að gerast virkur umhverfissinni og byrja að flokka úrganginn og koma honum til úrvinnslu. Þú getur byrjað strax í dag! Höfundur er verkefnastjóri hjá Úrvinnslusjóði.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun