Tímaritið Esquire hefur útnefnt Óskars- og Golden Globeverðlaunaleikkonuna Charlize Theron kynþokkafyllstu konu heims.
Þær Jessica Biel, Angelina Jolie og Scarlett Johansson hafa áður hlotið sama heiður.
Í viðtali sem birtist við leikkonuna í næsta tölublaði tímaritsins sem kemur út þann 16. október segir hún frá því hvernig var að alast upp á sveitabæ, greinir frá stjórnmálaáhuga sínum og talar um nýjustu mynd sína In the Walley of Elah.