Hvað er barnið þitt að gera í tölvunni? 6. mars 2007 06:00 Internetið er frábært! Maður getur nýtt sér það til margskonar fróðleiks, spjallað við fólk, leikið sér, hlustað á útvarp, horft á sjónvarp og svo mætti lengi telja. Það má segja að Internetið sé í raun spegill þess sem gerist í heiminum og meira til. En eins og við vitum þá gerast bæði góðir og slæmir hlutir í heiminum og þeir geta endurspeglast á Internetinu. Þess vegna verðum við að vera vakandi fyrir þeim hættum sem leynast þarna úti. Sérstaklega þurfa foreldrar að vera á verði því óæskilegt efni leynist víða. Á íslenskum netsíðum sem oft eru vinsælar meðal unglinga er mjög oft óæskilegt efni sem er, bæði klámfengið og ofbeldisfullt. Það er sannarlega bannað að hýsa klámfengið efni á íslenskum netsíðum en ekki er að mér vitandi bannað að vísa í klámfengið efni. Fyrir nokkru fylgdist ég með ónefndri íslenskri netsíðu í vikutíma og var þá 32% af efninu ekki ætlað börnum og megnið af því efni var klámfengið. Tiltölulega einfalt var að fá aðgang að þessu efni það nægði að smella á einn hnapp til að fá aðgang. Internetið hefur þann kost að þar getur maður notið algjörrar nafnleyndar og komið skoðunum sínum á framfæri. Með það í huga sjáum við í hendi okkar að það er mjög auðvelt að villa á sér heimildir og hafa fréttir að undanförnu sýnt fram á að fullorðnir karlmenn hafa komið sér í samband við unglingsstúlkur undir fölskum formerkjum og þóst vera aðrir en þeir eru í raun. Hafa þeir jafnvel sýnt kynferðislega tilburði í gegnum vefmyndavélar. Fréttir undanfarið hafa einnig sagt frá unglingum sem hafa umturnast og gengið berserksgang þannig að þurft hefur að kalla til lögreglu þegar foreldar þeirra hafa gripið til þess ráðs að slökkva á, eða segja upp Internettengingu heimilisins. Hafa þessir unglingar verið að spila netleiki í óhóflegu magni. Margir foreldar eru ekki með tærnar þar sem börn þeirra eru með hælana í þekkingu á tölvum og Internetinu og eiga ekki gott með, eða gefa sér ekki tíma til að setja sig inn í þessi mál. Hvað geta foreldar gert í þessu? Eitt gæti verið að gefa börnum ekki kost á því að nota tölvur og Internetið en ég tel það ekki æskilegan kost vegna alls hins góða og fróðlega sem finna má á Internetinu og tölvan getur verið hentugt tæki til náms, vinnu og afþreyingar. Besta leiðin sem ég sé í stöðunni er að hafa tölvurnar í sameiginlegu fjölskyldurými þar sem auðvelt er að fylgjast með hvað barnið eða unglingurinn er að gera. Með þessari aðferð má sannarlega nota skömmtun á tíma og nota aðgang að tölvunni sem umbun. Eins er góð aðferð að gefa börnunum séraðgang að heimilistölvunni og foreldarnir hafi lykilorðið inn á aðgang þess. Vilji foreldar fræðast meira um Internetið væri sterkur leikur hjá þeim að fá börnin sín til þess að sýna þeim Internetið og þannig geta þau komist betur inn í heim barnanna. Ég hvet því alla foreldar til hefjast handa í þessum málum strax í dag og best er að byrja þegar börnin eru ung að árum og eru að stíga sín fyrstu notendaskref við tölvuna. Ekki er síst mikilvægt að allt þetta verði gert í samráði við ungmennið og það fái að vera með í ráðum þegar reglur um tölvunotkun eru settar. Í lokin vil ég nefna að samtökin Heimili og skóli hafa verið að vinna í þessum efnum í SAFT verkefninu á vefslóðinni http://www.saft.is Höfundur er útskriftarnemi í tómstunda- og félagsmálafræðum við Kennaraháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Internetið er frábært! Maður getur nýtt sér það til margskonar fróðleiks, spjallað við fólk, leikið sér, hlustað á útvarp, horft á sjónvarp og svo mætti lengi telja. Það má segja að Internetið sé í raun spegill þess sem gerist í heiminum og meira til. En eins og við vitum þá gerast bæði góðir og slæmir hlutir í heiminum og þeir geta endurspeglast á Internetinu. Þess vegna verðum við að vera vakandi fyrir þeim hættum sem leynast þarna úti. Sérstaklega þurfa foreldrar að vera á verði því óæskilegt efni leynist víða. Á íslenskum netsíðum sem oft eru vinsælar meðal unglinga er mjög oft óæskilegt efni sem er, bæði klámfengið og ofbeldisfullt. Það er sannarlega bannað að hýsa klámfengið efni á íslenskum netsíðum en ekki er að mér vitandi bannað að vísa í klámfengið efni. Fyrir nokkru fylgdist ég með ónefndri íslenskri netsíðu í vikutíma og var þá 32% af efninu ekki ætlað börnum og megnið af því efni var klámfengið. Tiltölulega einfalt var að fá aðgang að þessu efni það nægði að smella á einn hnapp til að fá aðgang. Internetið hefur þann kost að þar getur maður notið algjörrar nafnleyndar og komið skoðunum sínum á framfæri. Með það í huga sjáum við í hendi okkar að það er mjög auðvelt að villa á sér heimildir og hafa fréttir að undanförnu sýnt fram á að fullorðnir karlmenn hafa komið sér í samband við unglingsstúlkur undir fölskum formerkjum og þóst vera aðrir en þeir eru í raun. Hafa þeir jafnvel sýnt kynferðislega tilburði í gegnum vefmyndavélar. Fréttir undanfarið hafa einnig sagt frá unglingum sem hafa umturnast og gengið berserksgang þannig að þurft hefur að kalla til lögreglu þegar foreldar þeirra hafa gripið til þess ráðs að slökkva á, eða segja upp Internettengingu heimilisins. Hafa þessir unglingar verið að spila netleiki í óhóflegu magni. Margir foreldar eru ekki með tærnar þar sem börn þeirra eru með hælana í þekkingu á tölvum og Internetinu og eiga ekki gott með, eða gefa sér ekki tíma til að setja sig inn í þessi mál. Hvað geta foreldar gert í þessu? Eitt gæti verið að gefa börnum ekki kost á því að nota tölvur og Internetið en ég tel það ekki æskilegan kost vegna alls hins góða og fróðlega sem finna má á Internetinu og tölvan getur verið hentugt tæki til náms, vinnu og afþreyingar. Besta leiðin sem ég sé í stöðunni er að hafa tölvurnar í sameiginlegu fjölskyldurými þar sem auðvelt er að fylgjast með hvað barnið eða unglingurinn er að gera. Með þessari aðferð má sannarlega nota skömmtun á tíma og nota aðgang að tölvunni sem umbun. Eins er góð aðferð að gefa börnunum séraðgang að heimilistölvunni og foreldarnir hafi lykilorðið inn á aðgang þess. Vilji foreldar fræðast meira um Internetið væri sterkur leikur hjá þeim að fá börnin sín til þess að sýna þeim Internetið og þannig geta þau komist betur inn í heim barnanna. Ég hvet því alla foreldar til hefjast handa í þessum málum strax í dag og best er að byrja þegar börnin eru ung að árum og eru að stíga sín fyrstu notendaskref við tölvuna. Ekki er síst mikilvægt að allt þetta verði gert í samráði við ungmennið og það fái að vera með í ráðum þegar reglur um tölvunotkun eru settar. Í lokin vil ég nefna að samtökin Heimili og skóli hafa verið að vinna í þessum efnum í SAFT verkefninu á vefslóðinni http://www.saft.is Höfundur er útskriftarnemi í tómstunda- og félagsmálafræðum við Kennaraháskóla Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar