Lífið

Airwaves á Akureyri

Hip-hopsveitin Forgotten Lores verður á staðnum
Hip-hopsveitin Forgotten Lores verður á staðnum

Tónleikar í anda Airwaves hátíðarinnar verða haldnir á Græna hattinum á Akureyri laugardagskvöldið 20. október. Á þeim koma hljómsveitirnar Buck65, Plants and Animals, Forgotten Lores og Audio Improvement fram. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem hátíðin teygir anga sína út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni AIM tónleika og Hr. Örlygs, framkvæmdaraðila Iceland Airwaves. Miðar verða seldir við hurð og kostar 2.500 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.