Traustur leiðtogi Valdimar Guðmannsson skrifar 5. mars 2007 05:00 Það fór ekki fram hjá neinum, hvorki stuðningsmönnum Samfylkingarinnar eða hvað þá heldur andstæðingum hennar, að með glæsilegu kjöri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til formanns Samfylkingarinnar var kominn kvenskörungur með mikla reynslu og stjórnunarhæfileika í hóp stjórnmálaforingja á Íslandi. Ég vil taka það fram að ég er mjög hreykinn af því að hafa átt þátt í þeirri kosningu ekki síður en þeim góðu minningum frá kosningabaráttu Vigdísar Finnbogadóttur á sínum tíma og glæsilegum sigri hennar í forsetakosningunum þá. Það hefur hins vegar ekki dulist neinum sem fylgst hafa með stjórnmálum undanfarna mánuði að andstæðingar okkar óttast ekkert meira en konuna í brúnni og kannski ekki að ástæðulausu. Þeir hafa notað öll tækifæri sem hugnast getur til að gera málflutning hennar tortryggilegan í augum almennings. Þar má einu gilda hvort rætt er um okurvexti, matvælaverð, skuldasöfnun heimilanna eða landbúnaðarmál, svo fátt eitt sé nefnt. Mér hefur reyndar stundum dottið í hug að undanförnu hvort að á Íslandi sé skipulagður karlrembuhópur sem leggi sig allan fram við að koma í veg fyrir pólitískan frama hjá konum, sama í hvaða flokki þær sækja fram. Nýjustu dæmin eru Siv Friðleifsdóttir, Jónína Bjartmarz og Margrét Sverrisdóttir. Þar sem Ingibjörg Sólrún náði markmiði sínu beinast nú öll spót að henni og ganga sumir þar býsna langt. Það er áhyggjuefni ef við félagar hennar í Samfylkingunni teljum að hún eigi ein að sjá um alla kosningabaráttuna en aðrir Samfylkingarfélagar geti bara slappað af og beðið eftir kosningunum 12. maí n.k. Það er von mín að þessar áhyggjur mínar séu ekki á rökum reistar. Við þurfum margar barátturæður eins og gamli karlinn úr brúnni, Jón Baldvin Hannibalsson, þrumaði yfir okkur sem sóttu kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er haldið var að Reykjum í Hrútafirði skömmu fyrir jól. Að lokum vil ég skora á alla sem aðhyllast félagshyggju og jöfnuð að bretta upp ermar og fara að vinna ötulega að glæstum sigri Samfylkingarinnar 12. maí n.k. Baráttukveðjur, X-S. Höfundur er verkamaður og formaður Samfylkingarfélagsins í A-Húnavatnssýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það fór ekki fram hjá neinum, hvorki stuðningsmönnum Samfylkingarinnar eða hvað þá heldur andstæðingum hennar, að með glæsilegu kjöri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til formanns Samfylkingarinnar var kominn kvenskörungur með mikla reynslu og stjórnunarhæfileika í hóp stjórnmálaforingja á Íslandi. Ég vil taka það fram að ég er mjög hreykinn af því að hafa átt þátt í þeirri kosningu ekki síður en þeim góðu minningum frá kosningabaráttu Vigdísar Finnbogadóttur á sínum tíma og glæsilegum sigri hennar í forsetakosningunum þá. Það hefur hins vegar ekki dulist neinum sem fylgst hafa með stjórnmálum undanfarna mánuði að andstæðingar okkar óttast ekkert meira en konuna í brúnni og kannski ekki að ástæðulausu. Þeir hafa notað öll tækifæri sem hugnast getur til að gera málflutning hennar tortryggilegan í augum almennings. Þar má einu gilda hvort rætt er um okurvexti, matvælaverð, skuldasöfnun heimilanna eða landbúnaðarmál, svo fátt eitt sé nefnt. Mér hefur reyndar stundum dottið í hug að undanförnu hvort að á Íslandi sé skipulagður karlrembuhópur sem leggi sig allan fram við að koma í veg fyrir pólitískan frama hjá konum, sama í hvaða flokki þær sækja fram. Nýjustu dæmin eru Siv Friðleifsdóttir, Jónína Bjartmarz og Margrét Sverrisdóttir. Þar sem Ingibjörg Sólrún náði markmiði sínu beinast nú öll spót að henni og ganga sumir þar býsna langt. Það er áhyggjuefni ef við félagar hennar í Samfylkingunni teljum að hún eigi ein að sjá um alla kosningabaráttuna en aðrir Samfylkingarfélagar geti bara slappað af og beðið eftir kosningunum 12. maí n.k. Það er von mín að þessar áhyggjur mínar séu ekki á rökum reistar. Við þurfum margar barátturæður eins og gamli karlinn úr brúnni, Jón Baldvin Hannibalsson, þrumaði yfir okkur sem sóttu kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er haldið var að Reykjum í Hrútafirði skömmu fyrir jól. Að lokum vil ég skora á alla sem aðhyllast félagshyggju og jöfnuð að bretta upp ermar og fara að vinna ötulega að glæstum sigri Samfylkingarinnar 12. maí n.k. Baráttukveðjur, X-S. Höfundur er verkamaður og formaður Samfylkingarfélagsins í A-Húnavatnssýslu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun