Lífið

Sutherland í fangelsi

Sutherland þarf að sitja í 48 daga bak við lás og slá
Sutherland þarf að sitja í 48 daga bak við lás og slá MYND/Getty

Leikarinn Kiefer Sutherland, sem fer með hlutverk Jack Bauer í sjónvarpsþáttaröðinni 24, hefur verið dæmdur í 48 daga fangelsi fyrir að keyra undir áhrifum áfengis.

Sutherland var handtekinn í Los Angeles í síðasta mánuði eftir að hafa tekið ólöglega U-beygju. Í kjölfarið var áfengismagn í blóði hans mælt og reyndist það tvöfalt hærra en leyfilegt er. Leikarinn var auk þess á skilorði síðan 2004 fyrir samskonar brot. Hann fær átjan daga dóm fyrir að brjóta skilorð og 30 daga fyrir síðasta brot. Sutherland missir bílprófið í 6 mánuði og er gert að greiða 60.000 í sekt. Þá er honum einnig gert að sækja átján mánaða áfengisnámskeið.

Sutherland mun taka út refsingu sína þegar hlé verður gert á tökum á sjöundu þáttaröð 24. Í yfirlýsingu frá leikaranum sem lögfræðingur hans las upp í gær biðst hann afsökunar á dómgreindarleysi sínu og segist leiður yfir því að hafa valdið fjölskyldu sinni og vinum áhyggjum og óþægindum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.