Innlent

Landssamband æskulýðsfélaga fagnar aðgerðaráætlun um stöðu barna og ungmenna

Framkvæmdastjórn Landssambands æskulýðsfélaga fagnar þingsályktunartillögu um Aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna sem samþykkt vará Alþingi síðastliðinn miðvikudag.

 

„Framkvæmdastjórn LÆF telur að börn og ungmenni þurfi á öflugum málsvörum að halda og því er fagnaðarefni að Alþingi leggi fram slíkar tillögur sem felast í Aðgerðaráætluninni.

 

Framkvæmdarstjórn LÆF fagnar sérstaklega hugmyndum um forvarnir í vímuefnamálum, aðgerðum er vernda börn og ungmenni gegn kynferðisbrotum og aðgerðum í þágu barna innflytjenda.

 

Ljóst er að samráðsnefnd sú er skipuð verður af ríkistjórninni á langt og ítarlegt verk fyrir höndum og vill framkvæmdastjórn LÆF hvetja nefndarmenn til dáða og skorar á þá að veita þessu verkefni forgang í hvívetna," segir í fréttatilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×