Nokkur orð um árásirnar á Ingibjörgu 21. febrúar 2007 17:12 Ég á mér draum um að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn. Í þeim draumi er kona forsætisráðherra í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins og áherslurnar í þjóðarbúskapnum taka mið af sjónarmiðum beggja kynja. Ekki er lengur leikið einungis eftir leikreglum strákanna. Ég vil vakna upp af þeirri martröð að stjórnmálaflokkur með pilsnerfylgi sé með ríkisstjórnaráskrift af 30 ára gömlum vana og mér finnst nóg komið af einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins. Ég vil nýja ríkisstjórn, ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Leiðtogi Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður nú fyrir árásum úr ýmsum áttum. Ég get skilið það af hverju andstæðingunum er svona mikið í mun að gera hana ótrúverðuga. Það er auðvitað af því að þeir eru hræddir við hana. Hún ógnar núverandi valdhöfum vegna þess að hún er greind og klár, stefnuföst og rökföst og er lang sterkasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, nógu sterk til að geta leitt nýja ríkisstjórn með glæsilegum hætti. Hún náði borginni af íhaldinu á sínum tíma og þeir gera allt til að koma í veg fyrir að henni takist það sama í landsmálapólitíkinni. Þetta er taktík sem er í raun mjög skiljanleg. Þeir reyna að taka hana úr umferð. Á hinn bóginn er ekki eins skiljanlegt af hverju margir fyrrum stuðningsmenn og ekki síst fylgiskonur Samfylkingarinnar hafa hætt stuðningi sínum við flokkinn og ætla að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt í kosningunum í vor. Skýringarnar sem ég heyri eru ótrúlegar og ein skýring er ansi lífseig. Margir hafa enn ekki „fyrirgefið“ Ingibjörgu Sólrúnu að hún skyldi hætta sem borgarstjóri og fara í framboð til Alþingis. Við þetta fólk segi ég: „Get over it!“ Hvað ætlar fólk að velta sér lengi upp úr þessu? Ingibjörg Sólrún tók áskorun og áhættu af því að það var lagt hart að henni að gera það. Fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri gerði það sama og ég get ekki betur séð en að allir séu búnir að fyrirgefa honum það. Ef Ingibjörg hefði nú eitthvað verulega krassandi á samviskunni myndi ég hugsanlega skilja þessa bræði. Ég myndi alveg skilja það að fólk væri fúlt ef Ingibjörg Sólrún hefði gefið ríkisbankana á tombóluverði, komið í gegn eftirlaunafrumvarpi til að tryggja afkomu sína, ef hún hefði nú t.d. stutt Íraksstríðið, klúðrað varnarmálunum eða stigið stór skref í að einkavæða RÚV. Ég myndi líka skilja það að öryrkjar eða eldri borgarar væru argir út í Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að bæta ekki kjör þeirra ef hún hefði setið í ríkisstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil. En málið er að hún hefur ekki setið í ríkisstjórn og hefur ekki fengið að taka til hendinni í ríkisbúskapnum. Við ættum að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún hefur gert og fyrir hvað hún stendur fremur en að velta okkur upp úr því að við misstum góðan borgarstjóra fyrir nokkrum árum. Það er búið og gert og var ekkert stórmál í samanburði við allt svínaríið sem viðgengst hjá ríkisstjórnarflokkunum sem sæta engri ábyrgð hvað varðar mýmörg alvarleg mistök. Við ættum einnig að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún getur gert og mun gera nái Samfylkingin að leiða næstu ríkisstjórn. Þá verður gaman að lifa. Höfundur er sölustjóri og félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég á mér draum um að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn. Í þeim draumi er kona forsætisráðherra í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins og áherslurnar í þjóðarbúskapnum taka mið af sjónarmiðum beggja kynja. Ekki er lengur leikið einungis eftir leikreglum strákanna. Ég vil vakna upp af þeirri martröð að stjórnmálaflokkur með pilsnerfylgi sé með ríkisstjórnaráskrift af 30 ára gömlum vana og mér finnst nóg komið af einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins. Ég vil nýja ríkisstjórn, ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Leiðtogi Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður nú fyrir árásum úr ýmsum áttum. Ég get skilið það af hverju andstæðingunum er svona mikið í mun að gera hana ótrúverðuga. Það er auðvitað af því að þeir eru hræddir við hana. Hún ógnar núverandi valdhöfum vegna þess að hún er greind og klár, stefnuföst og rökföst og er lang sterkasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, nógu sterk til að geta leitt nýja ríkisstjórn með glæsilegum hætti. Hún náði borginni af íhaldinu á sínum tíma og þeir gera allt til að koma í veg fyrir að henni takist það sama í landsmálapólitíkinni. Þetta er taktík sem er í raun mjög skiljanleg. Þeir reyna að taka hana úr umferð. Á hinn bóginn er ekki eins skiljanlegt af hverju margir fyrrum stuðningsmenn og ekki síst fylgiskonur Samfylkingarinnar hafa hætt stuðningi sínum við flokkinn og ætla að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt í kosningunum í vor. Skýringarnar sem ég heyri eru ótrúlegar og ein skýring er ansi lífseig. Margir hafa enn ekki „fyrirgefið“ Ingibjörgu Sólrúnu að hún skyldi hætta sem borgarstjóri og fara í framboð til Alþingis. Við þetta fólk segi ég: „Get over it!“ Hvað ætlar fólk að velta sér lengi upp úr þessu? Ingibjörg Sólrún tók áskorun og áhættu af því að það var lagt hart að henni að gera það. Fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri gerði það sama og ég get ekki betur séð en að allir séu búnir að fyrirgefa honum það. Ef Ingibjörg hefði nú eitthvað verulega krassandi á samviskunni myndi ég hugsanlega skilja þessa bræði. Ég myndi alveg skilja það að fólk væri fúlt ef Ingibjörg Sólrún hefði gefið ríkisbankana á tombóluverði, komið í gegn eftirlaunafrumvarpi til að tryggja afkomu sína, ef hún hefði nú t.d. stutt Íraksstríðið, klúðrað varnarmálunum eða stigið stór skref í að einkavæða RÚV. Ég myndi líka skilja það að öryrkjar eða eldri borgarar væru argir út í Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að bæta ekki kjör þeirra ef hún hefði setið í ríkisstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil. En málið er að hún hefur ekki setið í ríkisstjórn og hefur ekki fengið að taka til hendinni í ríkisbúskapnum. Við ættum að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún hefur gert og fyrir hvað hún stendur fremur en að velta okkur upp úr því að við misstum góðan borgarstjóra fyrir nokkrum árum. Það er búið og gert og var ekkert stórmál í samanburði við allt svínaríið sem viðgengst hjá ríkisstjórnarflokkunum sem sæta engri ábyrgð hvað varðar mýmörg alvarleg mistök. Við ættum einnig að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún getur gert og mun gera nái Samfylkingin að leiða næstu ríkisstjórn. Þá verður gaman að lifa. Höfundur er sölustjóri og félagi í Samfylkingunni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun