Nokkur orð um árásirnar á Ingibjörgu 21. febrúar 2007 17:12 Ég á mér draum um að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn. Í þeim draumi er kona forsætisráðherra í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins og áherslurnar í þjóðarbúskapnum taka mið af sjónarmiðum beggja kynja. Ekki er lengur leikið einungis eftir leikreglum strákanna. Ég vil vakna upp af þeirri martröð að stjórnmálaflokkur með pilsnerfylgi sé með ríkisstjórnaráskrift af 30 ára gömlum vana og mér finnst nóg komið af einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins. Ég vil nýja ríkisstjórn, ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Leiðtogi Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður nú fyrir árásum úr ýmsum áttum. Ég get skilið það af hverju andstæðingunum er svona mikið í mun að gera hana ótrúverðuga. Það er auðvitað af því að þeir eru hræddir við hana. Hún ógnar núverandi valdhöfum vegna þess að hún er greind og klár, stefnuföst og rökföst og er lang sterkasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, nógu sterk til að geta leitt nýja ríkisstjórn með glæsilegum hætti. Hún náði borginni af íhaldinu á sínum tíma og þeir gera allt til að koma í veg fyrir að henni takist það sama í landsmálapólitíkinni. Þetta er taktík sem er í raun mjög skiljanleg. Þeir reyna að taka hana úr umferð. Á hinn bóginn er ekki eins skiljanlegt af hverju margir fyrrum stuðningsmenn og ekki síst fylgiskonur Samfylkingarinnar hafa hætt stuðningi sínum við flokkinn og ætla að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt í kosningunum í vor. Skýringarnar sem ég heyri eru ótrúlegar og ein skýring er ansi lífseig. Margir hafa enn ekki „fyrirgefið“ Ingibjörgu Sólrúnu að hún skyldi hætta sem borgarstjóri og fara í framboð til Alþingis. Við þetta fólk segi ég: „Get over it!“ Hvað ætlar fólk að velta sér lengi upp úr þessu? Ingibjörg Sólrún tók áskorun og áhættu af því að það var lagt hart að henni að gera það. Fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri gerði það sama og ég get ekki betur séð en að allir séu búnir að fyrirgefa honum það. Ef Ingibjörg hefði nú eitthvað verulega krassandi á samviskunni myndi ég hugsanlega skilja þessa bræði. Ég myndi alveg skilja það að fólk væri fúlt ef Ingibjörg Sólrún hefði gefið ríkisbankana á tombóluverði, komið í gegn eftirlaunafrumvarpi til að tryggja afkomu sína, ef hún hefði nú t.d. stutt Íraksstríðið, klúðrað varnarmálunum eða stigið stór skref í að einkavæða RÚV. Ég myndi líka skilja það að öryrkjar eða eldri borgarar væru argir út í Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að bæta ekki kjör þeirra ef hún hefði setið í ríkisstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil. En málið er að hún hefur ekki setið í ríkisstjórn og hefur ekki fengið að taka til hendinni í ríkisbúskapnum. Við ættum að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún hefur gert og fyrir hvað hún stendur fremur en að velta okkur upp úr því að við misstum góðan borgarstjóra fyrir nokkrum árum. Það er búið og gert og var ekkert stórmál í samanburði við allt svínaríið sem viðgengst hjá ríkisstjórnarflokkunum sem sæta engri ábyrgð hvað varðar mýmörg alvarleg mistök. Við ættum einnig að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún getur gert og mun gera nái Samfylkingin að leiða næstu ríkisstjórn. Þá verður gaman að lifa. Höfundur er sölustjóri og félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á mér draum um að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn. Í þeim draumi er kona forsætisráðherra í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins og áherslurnar í þjóðarbúskapnum taka mið af sjónarmiðum beggja kynja. Ekki er lengur leikið einungis eftir leikreglum strákanna. Ég vil vakna upp af þeirri martröð að stjórnmálaflokkur með pilsnerfylgi sé með ríkisstjórnaráskrift af 30 ára gömlum vana og mér finnst nóg komið af einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins. Ég vil nýja ríkisstjórn, ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Leiðtogi Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verður nú fyrir árásum úr ýmsum áttum. Ég get skilið það af hverju andstæðingunum er svona mikið í mun að gera hana ótrúverðuga. Það er auðvitað af því að þeir eru hræddir við hana. Hún ógnar núverandi valdhöfum vegna þess að hún er greind og klár, stefnuföst og rökföst og er lang sterkasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, nógu sterk til að geta leitt nýja ríkisstjórn með glæsilegum hætti. Hún náði borginni af íhaldinu á sínum tíma og þeir gera allt til að koma í veg fyrir að henni takist það sama í landsmálapólitíkinni. Þetta er taktík sem er í raun mjög skiljanleg. Þeir reyna að taka hana úr umferð. Á hinn bóginn er ekki eins skiljanlegt af hverju margir fyrrum stuðningsmenn og ekki síst fylgiskonur Samfylkingarinnar hafa hætt stuðningi sínum við flokkinn og ætla að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt í kosningunum í vor. Skýringarnar sem ég heyri eru ótrúlegar og ein skýring er ansi lífseig. Margir hafa enn ekki „fyrirgefið“ Ingibjörgu Sólrúnu að hún skyldi hætta sem borgarstjóri og fara í framboð til Alþingis. Við þetta fólk segi ég: „Get over it!“ Hvað ætlar fólk að velta sér lengi upp úr þessu? Ingibjörg Sólrún tók áskorun og áhættu af því að það var lagt hart að henni að gera það. Fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri gerði það sama og ég get ekki betur séð en að allir séu búnir að fyrirgefa honum það. Ef Ingibjörg hefði nú eitthvað verulega krassandi á samviskunni myndi ég hugsanlega skilja þessa bræði. Ég myndi alveg skilja það að fólk væri fúlt ef Ingibjörg Sólrún hefði gefið ríkisbankana á tombóluverði, komið í gegn eftirlaunafrumvarpi til að tryggja afkomu sína, ef hún hefði nú t.d. stutt Íraksstríðið, klúðrað varnarmálunum eða stigið stór skref í að einkavæða RÚV. Ég myndi líka skilja það að öryrkjar eða eldri borgarar væru argir út í Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að bæta ekki kjör þeirra ef hún hefði setið í ríkisstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil. En málið er að hún hefur ekki setið í ríkisstjórn og hefur ekki fengið að taka til hendinni í ríkisbúskapnum. Við ættum að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún hefur gert og fyrir hvað hún stendur fremur en að velta okkur upp úr því að við misstum góðan borgarstjóra fyrir nokkrum árum. Það er búið og gert og var ekkert stórmál í samanburði við allt svínaríið sem viðgengst hjá ríkisstjórnarflokkunum sem sæta engri ábyrgð hvað varðar mýmörg alvarleg mistök. Við ættum einnig að einbeita okkur að því sem Ingibjörg Sólrún getur gert og mun gera nái Samfylkingin að leiða næstu ríkisstjórn. Þá verður gaman að lifa. Höfundur er sölustjóri og félagi í Samfylkingunni.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun