Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur 7. febrúar 2007 05:00 Öllum íbúum þessa lands var skömm að því þegar íslensk stjórnvöld tóku þátt í innrásinni í Írak. Sem hefur margsýnt sig að var ekkert annað en glæpur sem varð til þess að mörg þúsund saklausra borgara hafa látið lífið. Ástandið er mikið verra en áður en Bandaríkjamenn og bananalýðveldi á borð við Ísland fóru að skipta sér af. Ég skammast mín fyrir að vera íbúi lands þar sem útlendir vinir mínir sem hafa verið og eru búsettir hér hafa margoft orðið fyrir misrétti, ofbeldi og fordómum bæði af kerfinu sem og einstaklingum. Við þykjumst vera með á nótunum, vel menntuð og vel stæð nútímaþjóð en þó vill það viðgangast að við högum okkur frekar eins og ólæsir bændur árið sautjánhundruð og súrkál. Gamla tuggan segir að fordómar spretti af fáfræði og hræðslu við hið óþekkta. Er ennþá svo framandi fyrir fólkið í landinu að sjá manneskju af öðrum kynþætti en „arískum“ (eða heyra erlendan hreim), þó þú sjáir hana daglega á sjónvarpsskjánum í raunveruleikaþætti, hún afgreiði þig í Bónus, malbiki göturnar sem þú keyrir og pakki inn matnum sem þú kaupir? Er það svo framandi og ógnandi að þú finnir þig knúinn sem íslenskan ríkisborgara að ógna viðkomandi, lítillækka og niðra sökum þess að þú ert fáfróður og hefur ekki enn opnað augu og eyru fyrir því að við erum gengin inn í tuttugustuogfyrstu öldina? Þrælahald hefur verið afnumið (þó ansi mörg íslensk fyrirtæki haldi að það sé enn við lýði), heimurinn minnkar stöðugt og ef nýjungagjarnir Íslendingar og stjórnvöld þeirra vilja ekki verða að athlægi verða þeir að fara að koma fram við nýja Íslendinga og gesti sem manneskjur og jafningja og gefa þeim jöfn tækifæri því staðan í dag er langt frá því. Það bar á umræðunni um fátækt á Íslandi um jólin. Sláandi fréttir ómuðu í fjölmiðlum eins og það væri algjört nýmæli og við værum að heyra þetta orð í fyrsta sinn: fátækt, ji allamalla. Samviskubomba fjölmiðla dundi yfir í nokkra daga svo fólk gæti nú aldeilis rokið til og friðað samviskuna til að gefa nokkra aura í söfnunarbauka til fátæku barnanna í Afríku. Nokkrum dögum síðar voru þessar skelfingarfregnir horfnar á braut úr blöðum og af skjánum, „sem betur fer“ og nú gátum við farið að einbeita okkur að sönnum anda jólanna og jólagjafainnkaupunum (ef ég nenni lalala). Aldrei meiri sala á Þorláksmessu og hvað kaupir landinn? Jú, safapressur eru mjög vinsælar þetta árið, það ku vera í tísku að vera heilsusamlegur. Hressandi. Þökk sé fjölmiðlum, sem tókst að stýra umræðunni frá þessu, munum við ekki þurfa að hugsa um svona leiðinlega hluti eins og fátækt og ójöfnuð á Íslandi. Nú er svo gaman að heyra í fréttum um stórpartýin sem eru haldin úti um allan bæ þar sem stjórstjörnur fá sjötíu milljónir fyrir að koma á klakann og skemmta. Svo eru þorrablótin og árshátíðarnar á næsta leiti, hæhójibbíjei. Ó, svo gaman að vera þjóðlegur og dressa sig upp í sparigallann. Allsherjar alsælufyllerí á blússandi yfirdrætti fram á vor en þá má aftur fara að rifja upp „leiðinleg“ málefni eins og laun fólks í mennta- og heilbrigðiskerfinu, misheppnað samgöngukerfi, fátækt, óréttlátt dómskerfi (sérstaklega í dómum kynferðisafbrotamanna) og flónskulegar ákvarðanir ráðamanna sökum stundargræðgi frá síðustu kosningatímabilum. Jú, við getum öll hlustað á kosningaloforðin í þynnkunni sem skipta í raun engu máli, jafn innantóm og blaðra, fengið okkur svo góðan afréttara á kosningakvöldinu. Stanslaust stuð og partý. Hei, afhverju ekki að einkavæða vatnið? Já, geðveik hugmynd, það ætti að stýra þjóðarskútunni frá kreppunni miklu. Partý, partý. Orðið „firring“ er orðið að klisju en sjúkdómur er helst til rétta orðið til að lýsa því sem hrjáir íslensk stjórnvöld. Eru þau kannski bara með unglingaveikina greyin? Höfundur er leikkona, leiðsögumaður og bjartsýnismanneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Öllum íbúum þessa lands var skömm að því þegar íslensk stjórnvöld tóku þátt í innrásinni í Írak. Sem hefur margsýnt sig að var ekkert annað en glæpur sem varð til þess að mörg þúsund saklausra borgara hafa látið lífið. Ástandið er mikið verra en áður en Bandaríkjamenn og bananalýðveldi á borð við Ísland fóru að skipta sér af. Ég skammast mín fyrir að vera íbúi lands þar sem útlendir vinir mínir sem hafa verið og eru búsettir hér hafa margoft orðið fyrir misrétti, ofbeldi og fordómum bæði af kerfinu sem og einstaklingum. Við þykjumst vera með á nótunum, vel menntuð og vel stæð nútímaþjóð en þó vill það viðgangast að við högum okkur frekar eins og ólæsir bændur árið sautjánhundruð og súrkál. Gamla tuggan segir að fordómar spretti af fáfræði og hræðslu við hið óþekkta. Er ennþá svo framandi fyrir fólkið í landinu að sjá manneskju af öðrum kynþætti en „arískum“ (eða heyra erlendan hreim), þó þú sjáir hana daglega á sjónvarpsskjánum í raunveruleikaþætti, hún afgreiði þig í Bónus, malbiki göturnar sem þú keyrir og pakki inn matnum sem þú kaupir? Er það svo framandi og ógnandi að þú finnir þig knúinn sem íslenskan ríkisborgara að ógna viðkomandi, lítillækka og niðra sökum þess að þú ert fáfróður og hefur ekki enn opnað augu og eyru fyrir því að við erum gengin inn í tuttugustuogfyrstu öldina? Þrælahald hefur verið afnumið (þó ansi mörg íslensk fyrirtæki haldi að það sé enn við lýði), heimurinn minnkar stöðugt og ef nýjungagjarnir Íslendingar og stjórnvöld þeirra vilja ekki verða að athlægi verða þeir að fara að koma fram við nýja Íslendinga og gesti sem manneskjur og jafningja og gefa þeim jöfn tækifæri því staðan í dag er langt frá því. Það bar á umræðunni um fátækt á Íslandi um jólin. Sláandi fréttir ómuðu í fjölmiðlum eins og það væri algjört nýmæli og við værum að heyra þetta orð í fyrsta sinn: fátækt, ji allamalla. Samviskubomba fjölmiðla dundi yfir í nokkra daga svo fólk gæti nú aldeilis rokið til og friðað samviskuna til að gefa nokkra aura í söfnunarbauka til fátæku barnanna í Afríku. Nokkrum dögum síðar voru þessar skelfingarfregnir horfnar á braut úr blöðum og af skjánum, „sem betur fer“ og nú gátum við farið að einbeita okkur að sönnum anda jólanna og jólagjafainnkaupunum (ef ég nenni lalala). Aldrei meiri sala á Þorláksmessu og hvað kaupir landinn? Jú, safapressur eru mjög vinsælar þetta árið, það ku vera í tísku að vera heilsusamlegur. Hressandi. Þökk sé fjölmiðlum, sem tókst að stýra umræðunni frá þessu, munum við ekki þurfa að hugsa um svona leiðinlega hluti eins og fátækt og ójöfnuð á Íslandi. Nú er svo gaman að heyra í fréttum um stórpartýin sem eru haldin úti um allan bæ þar sem stjórstjörnur fá sjötíu milljónir fyrir að koma á klakann og skemmta. Svo eru þorrablótin og árshátíðarnar á næsta leiti, hæhójibbíjei. Ó, svo gaman að vera þjóðlegur og dressa sig upp í sparigallann. Allsherjar alsælufyllerí á blússandi yfirdrætti fram á vor en þá má aftur fara að rifja upp „leiðinleg“ málefni eins og laun fólks í mennta- og heilbrigðiskerfinu, misheppnað samgöngukerfi, fátækt, óréttlátt dómskerfi (sérstaklega í dómum kynferðisafbrotamanna) og flónskulegar ákvarðanir ráðamanna sökum stundargræðgi frá síðustu kosningatímabilum. Jú, við getum öll hlustað á kosningaloforðin í þynnkunni sem skipta í raun engu máli, jafn innantóm og blaðra, fengið okkur svo góðan afréttara á kosningakvöldinu. Stanslaust stuð og partý. Hei, afhverju ekki að einkavæða vatnið? Já, geðveik hugmynd, það ætti að stýra þjóðarskútunni frá kreppunni miklu. Partý, partý. Orðið „firring“ er orðið að klisju en sjúkdómur er helst til rétta orðið til að lýsa því sem hrjáir íslensk stjórnvöld. Eru þau kannski bara með unglingaveikina greyin? Höfundur er leikkona, leiðsögumaður og bjartsýnismanneskja.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun