Haukar komust í kvöld í úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna með sigur á Val í undanúrslitum.
Sigur Hauka var öruggur í kvöld, lokatölur 70-47. Haukar hafa titil að verja eins og reyndar á öllum mótum tímabilsins.
Valsmenn byrjuðu reyndar betur og komust í forystu um miðjan fyrsta leikhluta. En þá komust Haukar í gang og þeir leiddu í hálfleik, 33-27.
Síðari hálfleikur var nánast einstefna að hálfu Hauka.
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði flest stig Hauka, nítján talsins. Hjá Val skoraði Signý Hermannsdóttir níu stig.
Haukar mæta annað hvort Grindavík eða Keflavík í úrslitum en nú stendur yfir viðureign þeirra í Laugardalshöllinni.