Lóðaúthlutun og fjármögnun grunnskóla í Kópavogi 10. janúar 2007 05:00 Það hlýtur að vekja ýmsar spurningar þegar auðmaður fer fram á að bætt sé við lóð, sem ekki er á skipulagi, til að fullnægja óskum hans af því að hann fékk ekki úthlutað lóð þegar dregið var. Enn frekari spurningar vakna þegar hann kemur á fund bæjarstjóra með þetta erindi viku eftir að þeir tveir undirrita samkomulag um fjárveitingu fyrirtækis á hans vegum til skóla í bænum, og auk þess situr skólastjóri viðkomandi skóla í bæjarstjórn fyrir sama flokk og bæjarstjórinn. Hér er vísað til beiðni Þorsteins Vilhelmssonar um að bætt verði við lóð við götuenda á Rjúpnahæð í Kópavogi. Þess ber að geta að þessi beiðni mun enn vera óafgreidd til umfjöllunar í eðlilegum farvegi. En verði hún samþykkt verður það væntanlega gegn vilja minnihlutans, allavega vinstri grænna. Slík samþykkt væri í hæsta máta óeðlileg, en kannski bara venjulegt dæmi um spillingu. Það væri í sjálfu sér alvarlegt, en öllu alvarlegri er þó hinn endinn á þessari sögu, sem er fjárstyrkur tveggja fyrirtækja, eignarhaldsfélaganna Norvik hf. og Ránarborgar ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, til Lindaskóla í Kópavogi. Um er að ræða 17 milljóna króna styrk næstu þrjú ár til að „hefja markvisst skipulag á viðbótar enskukennslu og samþættingu í íþrótta/hreyfifærni og útikennslu í 1.- 4. bekk á tímabilinu 2006-2009". Markmiðið er að haustið 2009 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veruleika (það er reyndar spurning hvort eðlilegt sé að stefna að 35 stunda vinnuviku 6-10 ára barna). Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir svipað fyrirkomulag hafa verið tekið upp í Kópavogsskóla síðastliðið haust (Mbl. 21. des). Hann telur það „mikilvægt að fyrirtækin taki þátt í menntun barnanna okkar" og segir „menn hafa mikinn metnað og reyna að auka menntunina og hækka þjónustustigið í skólunum". Það er kannski smekksatriði hvort það sé til marks um metnað að kría fé út úr fyrirtækjum til að halda uppi kennslu í grunnskólum, sérstaklega þegar forsvarsmenn bæjarins guma af sterkri fjárhagsstöðu. En hvað sem því líður, þá er hér um hápólitískt mál að ræða. Það er grundvallaratriði hvort eigi að reka opinbera skóla, þó ekki sé nema að hluta, fyrir styrki frá einkafyrirtækjum. Nógu vafasamt er hvort eigi að leita til fyrirtækja um styrki til einstakra viðburða í skólanum, en hér er um viðvarandi starfsemi að ræða sem bersýnilega þykir eðlileg og mikilvæg. Bæjarfélaginu ber að leggja fé til slíkrar starfsemi. Talað er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst fyrst og fremst í því að kjör og aðbúnaður starfsmanna séu í góðu lagi, að vera samfélaginu til nokkurs gagns og starfa í sátt við umhverfið. En það er í fyllsta máta óeðlilegt að opinberir skólar séu reknir með styrkjum frá fyrirtækjum. Slíkt er í rauninni afturhvarf til fyrri tíma. Það er ekki hlutverk eignarhaldsfélaga að taka þátt í menntun barnanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi vinstri grænna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vekja ýmsar spurningar þegar auðmaður fer fram á að bætt sé við lóð, sem ekki er á skipulagi, til að fullnægja óskum hans af því að hann fékk ekki úthlutað lóð þegar dregið var. Enn frekari spurningar vakna þegar hann kemur á fund bæjarstjóra með þetta erindi viku eftir að þeir tveir undirrita samkomulag um fjárveitingu fyrirtækis á hans vegum til skóla í bænum, og auk þess situr skólastjóri viðkomandi skóla í bæjarstjórn fyrir sama flokk og bæjarstjórinn. Hér er vísað til beiðni Þorsteins Vilhelmssonar um að bætt verði við lóð við götuenda á Rjúpnahæð í Kópavogi. Þess ber að geta að þessi beiðni mun enn vera óafgreidd til umfjöllunar í eðlilegum farvegi. En verði hún samþykkt verður það væntanlega gegn vilja minnihlutans, allavega vinstri grænna. Slík samþykkt væri í hæsta máta óeðlileg, en kannski bara venjulegt dæmi um spillingu. Það væri í sjálfu sér alvarlegt, en öllu alvarlegri er þó hinn endinn á þessari sögu, sem er fjárstyrkur tveggja fyrirtækja, eignarhaldsfélaganna Norvik hf. og Ránarborgar ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, til Lindaskóla í Kópavogi. Um er að ræða 17 milljóna króna styrk næstu þrjú ár til að „hefja markvisst skipulag á viðbótar enskukennslu og samþættingu í íþrótta/hreyfifærni og útikennslu í 1.- 4. bekk á tímabilinu 2006-2009". Markmiðið er að haustið 2009 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veruleika (það er reyndar spurning hvort eðlilegt sé að stefna að 35 stunda vinnuviku 6-10 ára barna). Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir svipað fyrirkomulag hafa verið tekið upp í Kópavogsskóla síðastliðið haust (Mbl. 21. des). Hann telur það „mikilvægt að fyrirtækin taki þátt í menntun barnanna okkar" og segir „menn hafa mikinn metnað og reyna að auka menntunina og hækka þjónustustigið í skólunum". Það er kannski smekksatriði hvort það sé til marks um metnað að kría fé út úr fyrirtækjum til að halda uppi kennslu í grunnskólum, sérstaklega þegar forsvarsmenn bæjarins guma af sterkri fjárhagsstöðu. En hvað sem því líður, þá er hér um hápólitískt mál að ræða. Það er grundvallaratriði hvort eigi að reka opinbera skóla, þó ekki sé nema að hluta, fyrir styrki frá einkafyrirtækjum. Nógu vafasamt er hvort eigi að leita til fyrirtækja um styrki til einstakra viðburða í skólanum, en hér er um viðvarandi starfsemi að ræða sem bersýnilega þykir eðlileg og mikilvæg. Bæjarfélaginu ber að leggja fé til slíkrar starfsemi. Talað er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst fyrst og fremst í því að kjör og aðbúnaður starfsmanna séu í góðu lagi, að vera samfélaginu til nokkurs gagns og starfa í sátt við umhverfið. En það er í fyllsta máta óeðlilegt að opinberir skólar séu reknir með styrkjum frá fyrirtækjum. Slíkt er í rauninni afturhvarf til fyrri tíma. Það er ekki hlutverk eignarhaldsfélaga að taka þátt í menntun barnanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi vinstri grænna í Kópavogi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar