Tryggvi L. Skjaldarson: Straumsvíkurblús 16. nóvember 2006 05:00 Lesið Draumalandið!!" hrópaði Bubbi í Laugardalshöll. „Ef þið getið ekki keypt hana, stelið henni," sagði virtur rithöfundur. Ég keypt"ana. Bókina sem er eitt skemmtilegasta dæmið um starf sem varð til vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Bók sem selst eins og heitar lummur. Andri Snær er að gera það gott og það er vel. Ég hef ætlað að blanda mér í umræðurnar um draumalandið sem við búum í. Ég hef ætlað að minna á hvernig ástandið var fyrir austan þegar allt var að koðna niður. Ég hef ætlað að reyna að leiðrétta eitthvað af rangfærslunum um störfin í álveri. Ég hef ætlað að vekja athygli á að við getum rekið álver með lágmarks mengun. Loksins í alvöru verið bestir í einhverju. Ég hef ætlað að vekja athygli á notagildi áls og hve víða það kemur við sögu. Ég hef ætlað að lýsa efasemdum með stóraukinn fjölda ferðamanna og áhrif þeirra á umhverfið. Það hefur einhvern veginn dregist að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess að það hafa verið nógu margir sem hafa haft þörf fyrir að koma „sinni" skoðun á framfæri. En nú ætla ég að blanda mér í umræður sem hafa orðið síðustu daga og vikur, um minn vinnustað, álverið í Straumsvík. Fyrir stuttu sagði ég Samfylkingarfólki í Kópavogi, sem ég sat með á fundi og ræddi „Fagra Ísland", að álverið í Straumsvík væri góður vinnustaður, einn sá besti sem ég hef starfað á. Skömmu síðar upphefst mikið fjölmiðlafár þegar þremur starfsmönnum með langan starfsferil hjá fyrirtækinu er sagt upp. Af fréttaflutningi, greinaskrifum og viðtölum má ætla að Straumsvík sé víti á jörð og stjórnað af skelfilegu fólki. Auðvitað er það alltaf mikið mál þegar menn missa vinnu á eftirsóknarverðum vinnustað. Það er eðlilegt. En umræðan er komin langt út úr korti. Verkalýðsfélögin vissu alveg hvernig staðið er að uppsögnum þegar þau hvöttu starfsmenn til að samþykkja síðustu kjarasamninga. Þau vissu það líka fjórum árum fyrr. Það er einn maður sem hefur barist fyrir því árum saman að samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1982, sem snúa að réttindum launþega gagnvart uppsögnum, verði sett í lög á Íslandi. Hann heitir Sigurður T. Sigurðsson og er fv. formaður Hlífar og hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrirtæki, hvort sem það er Alcan eða eitthvað annað fyrirtæki, ganga ekki lengra en þau þurfa samkvæmt lögum við að greina ástæður uppsagna, eðlilega. Samningar í Straumsvík hafa verið leiðandi í að bæta kjör launafólks og eiga að vera það. Flugsýning eins og sett var á svið til að rakka niður Alcan þjónar ekki hagsmunum starfsmanna. Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem telja sig sólarmegin í lífinu takist þeim að sannfæra Hafnfirðinga um að koma þurfi í veg fyrir stækkun í Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru í samningi um aðdraganda uppsagnar og aðkomu fulltrúa starfsmanna, vissu brottreknir starfsmenn frekar hvers vegna þeir misstu vinnuna eða væru jafnvel enn við störf. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður. Ákveði fyrirtækið stækkun og Hafnfirðingar samþykkja, þá eru spennandi tímar fram undan. Höfundur er starfsmaður Alcan á Íslandi og fv. varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Lesið Draumalandið!!" hrópaði Bubbi í Laugardalshöll. „Ef þið getið ekki keypt hana, stelið henni," sagði virtur rithöfundur. Ég keypt"ana. Bókina sem er eitt skemmtilegasta dæmið um starf sem varð til vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Bók sem selst eins og heitar lummur. Andri Snær er að gera það gott og það er vel. Ég hef ætlað að blanda mér í umræðurnar um draumalandið sem við búum í. Ég hef ætlað að minna á hvernig ástandið var fyrir austan þegar allt var að koðna niður. Ég hef ætlað að reyna að leiðrétta eitthvað af rangfærslunum um störfin í álveri. Ég hef ætlað að vekja athygli á að við getum rekið álver með lágmarks mengun. Loksins í alvöru verið bestir í einhverju. Ég hef ætlað að vekja athygli á notagildi áls og hve víða það kemur við sögu. Ég hef ætlað að lýsa efasemdum með stóraukinn fjölda ferðamanna og áhrif þeirra á umhverfið. Það hefur einhvern veginn dregist að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess að það hafa verið nógu margir sem hafa haft þörf fyrir að koma „sinni" skoðun á framfæri. En nú ætla ég að blanda mér í umræður sem hafa orðið síðustu daga og vikur, um minn vinnustað, álverið í Straumsvík. Fyrir stuttu sagði ég Samfylkingarfólki í Kópavogi, sem ég sat með á fundi og ræddi „Fagra Ísland", að álverið í Straumsvík væri góður vinnustaður, einn sá besti sem ég hef starfað á. Skömmu síðar upphefst mikið fjölmiðlafár þegar þremur starfsmönnum með langan starfsferil hjá fyrirtækinu er sagt upp. Af fréttaflutningi, greinaskrifum og viðtölum má ætla að Straumsvík sé víti á jörð og stjórnað af skelfilegu fólki. Auðvitað er það alltaf mikið mál þegar menn missa vinnu á eftirsóknarverðum vinnustað. Það er eðlilegt. En umræðan er komin langt út úr korti. Verkalýðsfélögin vissu alveg hvernig staðið er að uppsögnum þegar þau hvöttu starfsmenn til að samþykkja síðustu kjarasamninga. Þau vissu það líka fjórum árum fyrr. Það er einn maður sem hefur barist fyrir því árum saman að samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1982, sem snúa að réttindum launþega gagnvart uppsögnum, verði sett í lög á Íslandi. Hann heitir Sigurður T. Sigurðsson og er fv. formaður Hlífar og hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrirtæki, hvort sem það er Alcan eða eitthvað annað fyrirtæki, ganga ekki lengra en þau þurfa samkvæmt lögum við að greina ástæður uppsagna, eðlilega. Samningar í Straumsvík hafa verið leiðandi í að bæta kjör launafólks og eiga að vera það. Flugsýning eins og sett var á svið til að rakka niður Alcan þjónar ekki hagsmunum starfsmanna. Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem telja sig sólarmegin í lífinu takist þeim að sannfæra Hafnfirðinga um að koma þurfi í veg fyrir stækkun í Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru í samningi um aðdraganda uppsagnar og aðkomu fulltrúa starfsmanna, vissu brottreknir starfsmenn frekar hvers vegna þeir misstu vinnuna eða væru jafnvel enn við störf. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður. Ákveði fyrirtækið stækkun og Hafnfirðingar samþykkja, þá eru spennandi tímar fram undan. Höfundur er starfsmaður Alcan á Íslandi og fv. varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun