Mikill afsláttur fyrir innslag í lífsstílsþáttum 4. nóvember 2006 10:45 Kostnaðurinn við að gera upp íbúð Ásgeirs Kolbeinssonar hefur verið ansi mikill og ekki verður annað séð en að vel hafi tekist upp. MYND/Hörður Eitt athyglisverðasta mál vikunnar er framganga Ásgeirs Kolbeinssonar og Arnars Gauta Sverrissonar í Innlit/útlit. Í allri umræðunni hefur komið í ljós að viðmælendur í lífsstilsþáttum sem þessum stórgræða oft á því að mæta í viðtalið. "Við ætluðum að ræða það eftir birtinguna," segir Ásgeir Kolbeinsson, spurður um hversu mikinn afslátt hann hafi fengið hjá byggingavöruversluninni Byko vegna innslags sem birtist í lífstílsþættinum Innlit/Útlit og vakið hefur mikla athygli. Ásgeir lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann "skiti ekki peningum" en þær breytingar sem hann gerði á íbúðinni hafa væntanlega kostað sinn skilding; nýtt parkett og uppgert bað auk annarra hluta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur svona innslag í þáttum á borð við Innlit/Útlit og Veggfóðri verið ansi mikils virði og getur afslátturinn numið allt að þrjátíu prósentum en það fer þó allt eftir því hversu frægur einstaklingurinn er. Ásgeir bætti því jafnframt við að hann hefði keypt allt sem hægt var að kaupa í Byko og um töluvert háa fjárhæð hefði verið að ræða, hann hefði því jafnframt fengið magnafslátt eins og venja væri til. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því þáttastjórnandi í einum lífstílsþáttanna hefði fyrir ekki margt löngu reynt að kría út parkett frítt fyrir þekkt hjón í borginni sem þá var að gera upp hús gegn því að þau birtust í þætti sínum en eigandi fyrirtækisins hafnaði því með öllu og fannst það fyrir neðan allar hellur. Ásgeir sagðist jafnframt vera svekktur með það hvernig umræðan hefði þróast, væri komin útí eitthvert skítkast á sína persónu og smekk. Innlit/Útlit hlaut á fimmtudaginn tilefningu til Eddu-verðlaunanna sem sjónvarpsþáttur árins og Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, hafnaði því með öllu að einhverjar mannabreytingar yrðu gerðar. "Aldrei, aldrei, heldurðu að ég fari að reka manninn?" Sagði Magnús en Þórunn Högnadóttir, ritstjóri þáttarins, lýsti því yfir í Fréttablaðinu að eitthvað þyrfti að gera vegna mikilla viðbragða. "Þetta var svona drengjahúmor. Missti marks. En Arnar Gauti er prýðispiltur. Skopskynið hitti ekki í mark hjá kjarna áhorfenda Skjás eins. Það þarf ekkert að gera annað en íhuga hvort rétt sé að hleypa svona piltahúmor inn í þáttinn en engra aðgerða er þörf," sagði Magnús. Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Eitt athyglisverðasta mál vikunnar er framganga Ásgeirs Kolbeinssonar og Arnars Gauta Sverrissonar í Innlit/útlit. Í allri umræðunni hefur komið í ljós að viðmælendur í lífsstilsþáttum sem þessum stórgræða oft á því að mæta í viðtalið. "Við ætluðum að ræða það eftir birtinguna," segir Ásgeir Kolbeinsson, spurður um hversu mikinn afslátt hann hafi fengið hjá byggingavöruversluninni Byko vegna innslags sem birtist í lífstílsþættinum Innlit/Útlit og vakið hefur mikla athygli. Ásgeir lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann "skiti ekki peningum" en þær breytingar sem hann gerði á íbúðinni hafa væntanlega kostað sinn skilding; nýtt parkett og uppgert bað auk annarra hluta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur svona innslag í þáttum á borð við Innlit/Útlit og Veggfóðri verið ansi mikils virði og getur afslátturinn numið allt að þrjátíu prósentum en það fer þó allt eftir því hversu frægur einstaklingurinn er. Ásgeir bætti því jafnframt við að hann hefði keypt allt sem hægt var að kaupa í Byko og um töluvert háa fjárhæð hefði verið að ræða, hann hefði því jafnframt fengið magnafslátt eins og venja væri til. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því þáttastjórnandi í einum lífstílsþáttanna hefði fyrir ekki margt löngu reynt að kría út parkett frítt fyrir þekkt hjón í borginni sem þá var að gera upp hús gegn því að þau birtust í þætti sínum en eigandi fyrirtækisins hafnaði því með öllu og fannst það fyrir neðan allar hellur. Ásgeir sagðist jafnframt vera svekktur með það hvernig umræðan hefði þróast, væri komin útí eitthvert skítkast á sína persónu og smekk. Innlit/Útlit hlaut á fimmtudaginn tilefningu til Eddu-verðlaunanna sem sjónvarpsþáttur árins og Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, hafnaði því með öllu að einhverjar mannabreytingar yrðu gerðar. "Aldrei, aldrei, heldurðu að ég fari að reka manninn?" Sagði Magnús en Þórunn Högnadóttir, ritstjóri þáttarins, lýsti því yfir í Fréttablaðinu að eitthvað þyrfti að gera vegna mikilla viðbragða. "Þetta var svona drengjahúmor. Missti marks. En Arnar Gauti er prýðispiltur. Skopskynið hitti ekki í mark hjá kjarna áhorfenda Skjás eins. Það þarf ekkert að gera annað en íhuga hvort rétt sé að hleypa svona piltahúmor inn í þáttinn en engra aðgerða er þörf," sagði Magnús.
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira