Innlent

Fráveitumál í Fjarðarbyggði í ólestri

Gert er ráð fyrir að 903 milljónir muni fari í að gera við fráveitur í Fjarðarbyggð. Á fréttavefnum austurlandid.is kemur fram að á síðasta fundi bæjarráðs hafi verið kynnt skýrsla og segir í bókun af fundinum að ljóst sé að fráveitumál í Fjarðarbyggð séu í hörmulegu ástandi.

Í bókuninni segir einnig að um það bil 90 útræsi séu í bænum en þar af séu yfir 20 þar sem húsaskólpi sé veitt í læki. Öll útræsin renni því næst í fjörur eða fjöruborð en ekki talsvert út í sjó eins og lög geri ráð fyrir.

Einn bæjarráðsmanna sagði á fundinum að hann hefði vakið til máls á þessu vandamáli undanfarin tvö kjörtímabil án þess að gripið hefði verið til þeirra aðgerða sem hann óskaði. Nú væri svo komið að á næstu tveimur árum þyrfti að veita um það bil einum milljarði í fráveitumál.

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti að vísa skýrslunni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×