Vísitala íbúðaverðs lækkaði örlítið í maímánuði eða um 0,2 prósent. Þetta kom fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Verð á fjölbýli lækkaði meira á milli mánaða en verð á sérbýli. Þetta er fyrsta lækkun fasteignavísitölu síðan í desember síðastliðnum en vísitalan hækkaði talsvert á fyrstu mánuðum ársins. Þetta gæti táknað kólnun fasteignamarkaðarins að mati sérfræðinga bankans en þó ber að varast að draga of miklar ályktanir af lækkuninni núna, því sveiflur eru talsverðar á milli mánaða á fasteignamarkaðinum.
Innlent