Lyfsalar buðu ekki upp á ódýrari lyf 16. júní 2006 07:30 Lyfjakaup Allt að 68 prósenta verðmunur er á lyfseðilsskyldum lyfjum milli apóteka samkvæmt verðkönnun ASÍ. Lyfjaverð Aðeins fjögur apótek af ellefu buðu upp á ódýrara samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfs þegar verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands gerði verðkönnun í lyfjabúðum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Í könnuninni kom fram að verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun var allt að 69 prósent. Frumlyf eru lyf sem lúta vernd einkaleyfa tiltekinn tíma eftir að þau eru þróuð og framleidd. Eftir að einkaleyfið rennur út getur hver sem er framleitt samheitalyf sem hefur sömu virkni og tiltekið frumlyf. Þegar sjúklingur framvísar lyfseðli með frumlyfi er lyfsölum skylt, samkvæmt reglugerð um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja, að benda viðkomandi á ódýrara samheitalyf sé það til ef það munar fimm prósentum eða meira í verði. Aðeins fjögur apótek buðu upp á ódýrara samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfs sem var meðal þeirra lyfja sem könnunin náði til. Við eftirgrennslan blaðamanns kom í ljós að öll apótekin höfðu þó samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfsins til sölu hjá sér og alls staðar var verðmunur meiri en fimm prósent milli samheitalyfsins og frumlyfsins. Minnstur var verðmunurinn 27 prósent og mestur 51 prósent. Apótekin sem buðu samheitalyfið eru Árbæjarapótek, Garðsapótek, Laugarnesapótek og Lyfjaver. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir lyfsala bera ábyrgð á að benda á ódýrari samheitalyf en Lyfjastofnun hafi eftirlit með lyfsölum. Landlæknisembættið gerir ráð fyrir að Lyfjastofnun grípi til sinna ráða þar sem lyfsalar virðast ekki vera að standa sig að þessu leyti. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að þetta tiltekna mál verði rætt innan stofnunarinnar. Við höfum rætt um að það þurfi að skerpa á vinnureglum lyfsala og þetta er enn frekari vísbending um að eitthvað þarf að gera. Við alvarleg eða endurtekin brot á reglugerðum getur Lyfjastofnun veitt lyfsölum áminningu. Sé ekki brugðist við henni getur stofnunin lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðkomandi lyfsali verði sviptur leyfi. Í verðkönnuninni sem um ræðir voru sett upp dæmi af tveimur sjúklingum. Í fyrra dæminu var um mígrenilyf, bólgueyðandi verkjalyf og ofnæmislyf fyrir 51 árs konu að ræða. Heildarverðið á þessum þremur lyfjum var lægst í Garðsapóteki eða 6.655 krónur og hæsta verðið í Skipholts apóteki eða 10.279 krónur. Verðmunur var því 54 prósent á milli lyfjabúða. Í seinna dæminu var um blóðþrýstingslyf og sýklalyf fyrir 76 árs ellilífeyrisþega að ræða. Lægsta heildarverð lyfjanna var í Garðsapóteki eða 2.189 krónur. og hæsta verðið var í Skipholtsapóteki og Lyf og heilsu þar sem lyfin kostuðu 4.061 krónur. Verðmunur milli lyfjabúða var 86 prósent. Innlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Lyfjaverð Aðeins fjögur apótek af ellefu buðu upp á ódýrara samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfs þegar verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands gerði verðkönnun í lyfjabúðum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Í könnuninni kom fram að verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun var allt að 69 prósent. Frumlyf eru lyf sem lúta vernd einkaleyfa tiltekinn tíma eftir að þau eru þróuð og framleidd. Eftir að einkaleyfið rennur út getur hver sem er framleitt samheitalyf sem hefur sömu virkni og tiltekið frumlyf. Þegar sjúklingur framvísar lyfseðli með frumlyfi er lyfsölum skylt, samkvæmt reglugerð um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja, að benda viðkomandi á ódýrara samheitalyf sé það til ef það munar fimm prósentum eða meira í verði. Aðeins fjögur apótek buðu upp á ódýrara samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfs sem var meðal þeirra lyfja sem könnunin náði til. Við eftirgrennslan blaðamanns kom í ljós að öll apótekin höfðu þó samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfsins til sölu hjá sér og alls staðar var verðmunur meiri en fimm prósent milli samheitalyfsins og frumlyfsins. Minnstur var verðmunurinn 27 prósent og mestur 51 prósent. Apótekin sem buðu samheitalyfið eru Árbæjarapótek, Garðsapótek, Laugarnesapótek og Lyfjaver. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir lyfsala bera ábyrgð á að benda á ódýrari samheitalyf en Lyfjastofnun hafi eftirlit með lyfsölum. Landlæknisembættið gerir ráð fyrir að Lyfjastofnun grípi til sinna ráða þar sem lyfsalar virðast ekki vera að standa sig að þessu leyti. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að þetta tiltekna mál verði rætt innan stofnunarinnar. Við höfum rætt um að það þurfi að skerpa á vinnureglum lyfsala og þetta er enn frekari vísbending um að eitthvað þarf að gera. Við alvarleg eða endurtekin brot á reglugerðum getur Lyfjastofnun veitt lyfsölum áminningu. Sé ekki brugðist við henni getur stofnunin lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðkomandi lyfsali verði sviptur leyfi. Í verðkönnuninni sem um ræðir voru sett upp dæmi af tveimur sjúklingum. Í fyrra dæminu var um mígrenilyf, bólgueyðandi verkjalyf og ofnæmislyf fyrir 51 árs konu að ræða. Heildarverðið á þessum þremur lyfjum var lægst í Garðsapóteki eða 6.655 krónur og hæsta verðið í Skipholts apóteki eða 10.279 krónur. Verðmunur var því 54 prósent á milli lyfjabúða. Í seinna dæminu var um blóðþrýstingslyf og sýklalyf fyrir 76 árs ellilífeyrisþega að ræða. Lægsta heildarverð lyfjanna var í Garðsapóteki eða 2.189 krónur. og hæsta verðið var í Skipholtsapóteki og Lyf og heilsu þar sem lyfin kostuðu 4.061 krónur. Verðmunur milli lyfjabúða var 86 prósent.
Innlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira