Innlent

Bifhjólamaður slasaðist nokkuð þegar hann féll í götuna

Bifhjólamaður slasaðist nokkuð þegar hann reyndi að koma í veg fyrir árekstur við bíl innanbæjar á Akureyri um sexleitið. Slysið varð með þeim hætti að tvö bifhjól komu akandi eftir Glerárgötu og mætti bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður fyrra bifhjólsins hélt að ökumaður bílsins ætlaði að beygja í veg fyrir hjólið og inn Þórunnarstræti svo hann hemlaði á hjólinu og féll í götuna. Hann var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og reyndist viðbeins- og rifbeinsbrotinn. Hjólið er ekki mikið skemmt. Ekkert bendir til að ökumaður bifhjólsins, né ökumaður bílsins hafi verið á miklum hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×