Innlent

Flugi til Ísafjarðar í dag aflýst

MYND/GVA

Flugi á vegum Flugfélags Íslands sem fara átti til Ísafjarðar í dag hefur verið aflýst vegna veðurs og verður ekki athugað með flug þangað fyrr en á morgun. Þá er óvíst með flug til Egilsstaða og Akureyrar og verður kannað með flug þangað næst klukkan hálffimm. Þær upplýsingar fengust hjá Flugfélaginu að nokkur hópur fólks biði eftir flugi en síðast var flogið til Ísafjarðar í morgun og til Egilsstaða og Akeyrar nú eftir hádegið. Veður hefur nú versnað og því óvíst hvenær farþegar verða fluttir til þessara áfangastaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×