Erlent

Íbúar skjálftasvæðanna farnir að snúa heim á ný

Mynd/Reuters

Íbúar á þeim svæðum sem verst urðu úti í jarðskjálftunum í Pakistan í fyrra eru nú farnir að halda til síns heima. Nærri sex mánuðir eru síðan að skjálftarnir riðu yfir í Pakistan en sá stærsti var 7,6 á richter. Yfir áttatíu þúsund manns létu lífið í skjálftunum og yfir þrjár milljónir manna misstu heimili sín. Íbúar skjálftasvæðanna hafa nú farnir að flytja heim úr flóttamannabúðum, eftir að hafa hafist við í tjöldum síðastliðna mánuði. Nú þegar veturinn er að lokum kominn og sólin farin að ylja á ný reyna íbúarnir að byggja aftur upp sitt fyrra líf á skjálftasvæðunum. Ekki eru þó allir sem halda heim á ný því einhverjir treysta sér ekki aftur af ótta við að skjálftarnir endurtaki sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×