Sport

Ennþá ósigraðir undir stjórn Marco Van Basten

Holland hefur ekki tapað alvöru landsleik undir stjórn Marco Van Basten.
Holland hefur ekki tapað alvöru landsleik undir stjórn Marco Van Basten. AP

Hollendingar hafa ekki tapað alvöru landsleik undir stjórn Marco Van Basten. Hollenska liðið sem vann Serbíu og Svartfjallaland 1-0 í fyrsta leik sínum á HM í Þýskalandi, hefur nú spilað 13 leiki undir stjórn Van Basten í undan- og úrslitakeppni HM, unnið 11 og gert 2 jafntefli. Markatalan í þessum 13 leikjum er 28-3 Hollendingunum í vil.

Marco Van Basten hefur stjórnað hollenska liðinu í 22 landsleikjum og í 15 þeirra hefur liðið haldið hreinu. Leikurinn í dag var sá tíundi í röð í keppni sem hollenska liðið heldur hreinu undir hans stjórn.

Fimm þjálfarar á HM í Þýskalandi 2006 hafa enn ekki tapað með sínum liði í keppnisleik. Þetta eru Van Basten (13 leikir), Luis Aragonés hjá Spáni (12), Raymond Domenech hjá Frökkum (12), Zlatko Kranjcar hjá Króatíu (10) og svo Dick Advocaat þjálfari Suður-Kóreu sem hefur unnið eina alvörulandsleikinn með lið Kóreubúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×