Erlent

Forsætisráðherra Taílands hefur störf

Surayud Chulanont fær blessun æðsta munks Taílands, Somdet Phra Nyanasamvara, sem er 93 ára.
Surayud Chulanont fær blessun æðsta munks Taílands, Somdet Phra Nyanasamvara, sem er 93 ára. MYND/AP

Forstætisráðherra Taílands, Surayud Chulanont, hóf embættisferil sinn á því að heimsækja búddahof í Bangkok og fékk blessun 93 ára gamals búddamúnks. Þar á eftir fundaði hann með sendiherra Bandaríkjanna í Taílandi, Ralph Boyce. Forsætisráðherrann talaði ekki við blaðamenn en sendiherrann sagði áríðandi að koma á lýðræðislega kosinni ríkisstjórn.

Chulanont er tuttugasti og fjórði forsætisráðherra Taílands. Hann segist ætla að leggja minni áherslu efnahag landsins, en meiri á að sameina landa sína sem hafa skipst í tvær fylkingar vegna mismunandi áherslna fyrrum valdhafa og þeirra núverandi. Þá vill hann leita sátta með herskáum múslimum sem hafa tekið sér bólfestu í suðurhluta Taílands.

Chulanont steypti fyrrum forsætisráðherra af stóli með hervaldi 19. september. Hann er 63 ára gamall og fyrrum yfirforingi í hernum. Hann er þekktur fyrir að vera diplomatískur og laus við spillingu.

Forsætisráðherrann er 63 ára gamall og fyrrum yfirforingi í hernum. Hann er þekktur fyrir að vera diplomatískur og laus við spillingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×