Erlent

Alexander Lukashenko í ferðabanni

Alexander Lukashenko forseti Hvíta-Rússlands má ekki ferðast til landa  innan Evrópusambandsins samkvæmt banni sem sambandið setti á í dag. Bannið nær einnig til 30 annarra þjóðkjörinna embættismanna Hvíta-Rússlands og er svar Evrópusambandsins við framkvæmd forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi í mars. Erlendir eftirlitsmenn telja að Lukashenko og stuðningsmenn hans hafi beitt brögðum í kosningunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×