Innlent

Fleiri erlendir ferðamenn um haust og vetur

Ferðamenn koma frá Leifsstöð.
Ferðamenn koma frá Leifsstöð. MYND/Gunnar V. Andrésson

Komum erlendra ferðamanna til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 9,4% á fyrstu ellefu mánuðum ársins, miðað við í fyrra. Ferðamönnum fjölgar sérstaklega mikið á vetrar- og haustmánuðum. Í októbermánuði fjölgaði ferðamönnum um 18,6% og í nóvember um 36,4% miðað við sömu mánuði í fyrra.

Frá ársbyrjun til nóvemberloka komu 378.856 erlendir ferðamenn til landsins í gegnum Leifsstöð. Það er 32.600 fleiri en á sama tíma í fyrra. Sé litið á skiptingu eftir þjóðerni fyrstu 11 mánuði ársins þá hefur mest fjölgun orðið í hópi Breta, rúm 13%, Norðurlandabúum hefur fjölgað um tæp 8%, ferðamönnum frá öðrum Evrópulöndum hefur fjölgað um 3% og frá N-Ameríku hefur fjölgunin verið tæp 5%.

Ferðamönnum fjölgar sérstaklega mikið á vetrar- og haustmánuðum. Í októbermánuði fjölgaði ferðamönnum um 18,6% og í nóvember um 36,4% miðað við sömu mánuði í fyrra. Bretar eru fjölmennastir þeirra sem hingað koma á þessum árstíma og þeim fjölgar verulega á milli ára. Einnig er mikil fjölgun Norðurlandabúa þessa tvo mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×