Innlent

Hafa áhyggjur af næturgestum í sundlauginni

Reyna að koma í veg fyrir tíðar næturferðir í sundlaugina á Neskaupstað.
Reyna að koma í veg fyrir tíðar næturferðir í sundlaugina á Neskaupstað. MYND/Elma

Nokkuð hefur borið á því að óboðnir gestir hafi fengið sér sundsprett í sundlauginni á Neskaupstað, í skjóli nætur, þegar sundlaugin hefur verið lokuð.

Íþrótta- og tómstundaráð Fjarðabyggðar hefur af þessu nokkrar áhyggjur þar sem sundfólkið er algjörlega eftirlitslaust á þessum tíma og enginn til að fylgjast með ef slys verða. Fréttavefurinn Austurland.is greinir frá þessu en á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Fjarðarbyggðar var æskulýðs- og íþróttafulltrúa sveitarfélagsins og forstöðumanni falið að finna út hvernig hægt sé að koma í veg fyrir þessar nætursundferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×