
Sport
Auðvelt hjá Viggó og félögum

Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg unnu öruggan 37-26 útisigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, en bæði lið voru án lykilmanna vegna meiðsla. Þá skoraði Gylfi Gylfason tvö mörk fyrir lið sitt Wilhelmshavener sem tapaði 29-22 fyrir Hamburg á útivelli.