Það hefur heldur betur dregið til tíðinda snemma á Laugardalsvelli, en staðan í leik Íslendinga og Svía er orðin 1-1 eftir aðeins 10 mínútna leik. Arnar Þór Viðarsson kom Íslendingum yfir með frábæru langskoti á 6. mínútu, en Kim Kallström jafnaði með ótrúlegum þrumufleyg úr aukaspyrnu af hátt í 40 metra færi innan við tveimur mínútum síðar.