Málstaður Hjálmars Árnasonar Ögmundur jónasson skrifar 16. september 2006 00:01 Þingflokksformanni Framsóknarflokksins svarað Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, skrifar nokkuð óvenjulega grein í Fréttablaðið sl. miðvikudag. Greininni er bersýnilega ætlað að vera eins konar vörn fyrir málstað Framsóknarflokksins. Í yfirskrift hennar er vísað í pólitísk hryðjuverk. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að hryðjuverkamennirnir eru undirritaður og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon. Við erum kallaðir lygarar, menn sem sannleikurinn virðist engu skipta því tilgangurinn helgi meðalið. Hjálmar telur að jafnharðan og flett sé ofan af lygum okkar séum við komnir fram með ný ósannindi. Í stað þess að skammast sín fyrir lygarnar og ásakanirnar búa þeir til nýtt leikrit sem hefst á því að Ögmundur gengur af fundi iðnaðarnefndar og baðar út öllum öngum í fjölmiðlum. Nú er það leynd Landsvirkjunar sem er glæpurinn... Ekki ætla ég mér að reyna að hafa áhrif á hvernig formaður þingflokks Framsóknarflokksins hagar málflutningi sínum, hvaða orð hann notar og hvernig. Það er hans mál. Lesendum til glöggvunar vil ég hins vegar fara örfáum orðum um tilefni skrifa Hjálmars Árnasonar. Nýlega kom fram í fjölmiðlum Grímur Björnsson, virtur vísindamaður á sviði jarðvísinda. Í fréttaviðtölum við hann var til umfjöllunar greinargerð sem hann sendi stjórnvöldum í febrúar árið 2002. Þessi greinargerð hefur öðlast aukna þýðingu í ljósi þess að stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar jarðfræðilegs eðlis um Kárahnjúkasvæðið sem orðið hafa þess valdandi að Landsvirkjun hefur þurft að breyta framkvæmdum á ýmsa lund. Varnaðarorð Gríms lúta að því sem síðar hefur komið í ljós og þá ekki síður hinu að hann telur rannsóknum mjög ábótavant. Í bréfi sínu til stjórnvalda segir Grímur Björnsson í upphafsorðum: Nú í dag, 14. febrúar 2002, stendur svo til að leggja fyrir Alþingi frumvarp um virkjunina og fá leyfi þingsins til að mannvirkið verði reist. Sökum þess hve undirrituðum finnst þetta verkefni illa undirbúið og alls ekki tækt til ákvarðanatöku, er þessi greinargerð sett saman…. Hér er engum blöðum um það að fletta að vísindamaðurinn er að leitast við að koma á framfæri upplýsingum til þeirra sem taka ákvörðun um virkjunarframkvæmdina. Valgerður Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, hefur hins vegar sagt í umæðu um þetta mál að Alþingi hafi fengið allar þær upplýsingar sem skiptu máli! Það eru þá væntanlega Valgerður sjálf, orkumálastjóri og Landsvirkjunarmenn sem eiga að ákveða hvað skiptir Alþingi máli. Hjálmar nefnir að vísað hafi verið í þessa skýrslu á Alþingi á árinu 2003. Það sem máli skiptir í mínum huga er hvað með greinargerðina var gert þegar hún kom fram, á þeim tíma sem ákvörðun var tekin. Það er á þessari forsendu sem við höfum kallað eftir pólitískri ábyrgð í þessu máli, nokkuð sem fyrrverandi iðnaðarráðherra hefur neitað að ræða. Nú vill svo til að á Alþingi voru þingmenn sem sjálfir vildu fara í saumana á málum og einnig bera álitamál undir sérfróða aðila sem þeir treystu. Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að upplýsingum af þessu tagi skuli hafa verið haldið frá þingmönnum og skrifast ábyrgðin að sjálfsögðu á þann ráðherra sem fór með málaflokkinn og ríkisstjórnina í heild sinni. Þá er komið að leikritinu sem Hjálmar nefnir svo. Það var þegar undirritaður mótmælti því að þingmenn væru krafnir um að þegja yfir upplýsingum um efnahagsforsendur virkjunarinnar. Formaður iðnaðarnefndar Alþingis, Birkir J. Jónsson, tók undir þessa kröfu Landsvirkjunarmanna og sagði að fráleitt væri að gera slíkar upplýsingakröfur á hendur fyrirtæki úti í bæ og vísaði hann þar til Landsvirkjunar. Enda þótt Framsóknarflokkurinn vilji einkavæða raforkukerfið er formaður iðnaðarnefndar eitthvað kominn fram úr sjálfum sér með þessum yfirlýsingum því enn er Landsvirkjun í almannaeign. Það er líka staðreynd að allar framkvæmdir Landsvirkjunar eru á ábyrgð skattborgaranna og þar með þjóðarinnar. Er virkilega svo illa komið fyrir Framsóknarflokknum að honum finnist það til marks um sýndarmennsku að krefjast þess að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar fái óheftan aðgang að öllum upplýsingum um þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og að umræða um hana eigi að vera opin og lýðræðisleg? Hvað gæti réttlætt þetta leynimakk með álrisanum? Telur Framsóknarflokkurinn sig hafa ríkari skuldbindingum að gegna gagnvart Alcoa en gagnvart íslensku þjóðinni? Það verður fróðlegt að sjá hvort þjóðin veitir Framsóknarflokknum áfram brautargengi til þess að gæta hagsmuna sinna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri-grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Þingflokksformanni Framsóknarflokksins svarað Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, skrifar nokkuð óvenjulega grein í Fréttablaðið sl. miðvikudag. Greininni er bersýnilega ætlað að vera eins konar vörn fyrir málstað Framsóknarflokksins. Í yfirskrift hennar er vísað í pólitísk hryðjuverk. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að hryðjuverkamennirnir eru undirritaður og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon. Við erum kallaðir lygarar, menn sem sannleikurinn virðist engu skipta því tilgangurinn helgi meðalið. Hjálmar telur að jafnharðan og flett sé ofan af lygum okkar séum við komnir fram með ný ósannindi. Í stað þess að skammast sín fyrir lygarnar og ásakanirnar búa þeir til nýtt leikrit sem hefst á því að Ögmundur gengur af fundi iðnaðarnefndar og baðar út öllum öngum í fjölmiðlum. Nú er það leynd Landsvirkjunar sem er glæpurinn... Ekki ætla ég mér að reyna að hafa áhrif á hvernig formaður þingflokks Framsóknarflokksins hagar málflutningi sínum, hvaða orð hann notar og hvernig. Það er hans mál. Lesendum til glöggvunar vil ég hins vegar fara örfáum orðum um tilefni skrifa Hjálmars Árnasonar. Nýlega kom fram í fjölmiðlum Grímur Björnsson, virtur vísindamaður á sviði jarðvísinda. Í fréttaviðtölum við hann var til umfjöllunar greinargerð sem hann sendi stjórnvöldum í febrúar árið 2002. Þessi greinargerð hefur öðlast aukna þýðingu í ljósi þess að stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar jarðfræðilegs eðlis um Kárahnjúkasvæðið sem orðið hafa þess valdandi að Landsvirkjun hefur þurft að breyta framkvæmdum á ýmsa lund. Varnaðarorð Gríms lúta að því sem síðar hefur komið í ljós og þá ekki síður hinu að hann telur rannsóknum mjög ábótavant. Í bréfi sínu til stjórnvalda segir Grímur Björnsson í upphafsorðum: Nú í dag, 14. febrúar 2002, stendur svo til að leggja fyrir Alþingi frumvarp um virkjunina og fá leyfi þingsins til að mannvirkið verði reist. Sökum þess hve undirrituðum finnst þetta verkefni illa undirbúið og alls ekki tækt til ákvarðanatöku, er þessi greinargerð sett saman…. Hér er engum blöðum um það að fletta að vísindamaðurinn er að leitast við að koma á framfæri upplýsingum til þeirra sem taka ákvörðun um virkjunarframkvæmdina. Valgerður Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, hefur hins vegar sagt í umæðu um þetta mál að Alþingi hafi fengið allar þær upplýsingar sem skiptu máli! Það eru þá væntanlega Valgerður sjálf, orkumálastjóri og Landsvirkjunarmenn sem eiga að ákveða hvað skiptir Alþingi máli. Hjálmar nefnir að vísað hafi verið í þessa skýrslu á Alþingi á árinu 2003. Það sem máli skiptir í mínum huga er hvað með greinargerðina var gert þegar hún kom fram, á þeim tíma sem ákvörðun var tekin. Það er á þessari forsendu sem við höfum kallað eftir pólitískri ábyrgð í þessu máli, nokkuð sem fyrrverandi iðnaðarráðherra hefur neitað að ræða. Nú vill svo til að á Alþingi voru þingmenn sem sjálfir vildu fara í saumana á málum og einnig bera álitamál undir sérfróða aðila sem þeir treystu. Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að upplýsingum af þessu tagi skuli hafa verið haldið frá þingmönnum og skrifast ábyrgðin að sjálfsögðu á þann ráðherra sem fór með málaflokkinn og ríkisstjórnina í heild sinni. Þá er komið að leikritinu sem Hjálmar nefnir svo. Það var þegar undirritaður mótmælti því að þingmenn væru krafnir um að þegja yfir upplýsingum um efnahagsforsendur virkjunarinnar. Formaður iðnaðarnefndar Alþingis, Birkir J. Jónsson, tók undir þessa kröfu Landsvirkjunarmanna og sagði að fráleitt væri að gera slíkar upplýsingakröfur á hendur fyrirtæki úti í bæ og vísaði hann þar til Landsvirkjunar. Enda þótt Framsóknarflokkurinn vilji einkavæða raforkukerfið er formaður iðnaðarnefndar eitthvað kominn fram úr sjálfum sér með þessum yfirlýsingum því enn er Landsvirkjun í almannaeign. Það er líka staðreynd að allar framkvæmdir Landsvirkjunar eru á ábyrgð skattborgaranna og þar með þjóðarinnar. Er virkilega svo illa komið fyrir Framsóknarflokknum að honum finnist það til marks um sýndarmennsku að krefjast þess að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar fái óheftan aðgang að öllum upplýsingum um þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og að umræða um hana eigi að vera opin og lýðræðisleg? Hvað gæti réttlætt þetta leynimakk með álrisanum? Telur Framsóknarflokkurinn sig hafa ríkari skuldbindingum að gegna gagnvart Alcoa en gagnvart íslensku þjóðinni? Það verður fróðlegt að sjá hvort þjóðin veitir Framsóknarflokknum áfram brautargengi til þess að gæta hagsmuna sinna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri-grænna.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun