Innlent

Stærsta Vodafone-verslun í heimi opnuð

Vodafone á Íslandi opnaði verslun í Skútuvogi í morgun sem fyrirtækið segir stærstu Vodafone verslun í heimi. Verslunin er um 400 fermetrar að stærð. Verslunin í Skútuvogi eina sinnar tegundar hér á landi sem býður alvöru símtæki til þess að prófa og skoða.

Verslun í Skútuvogi er ennfremur ein af fyrstu Vodafone verslununum í heimi sem býr yfir byltingarkenndri hönnun sem færir viðskiptavinum nýja sýn á vöru- og þjónustuframboð fyrirtækisins, að því er sergir í fréttatilkynningu.

Í tilefni af opnun verslunarinnar verða GSM símar í versluninni á tilboðsverðum allt niður í 1500 krónur á meðan birgðir endast. Vodafone á Íslandi rekur einnig þrjár aðrar verslanir; í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi á Akureyri.

Vodafone er stærsta farsímafyrirtæki í heimi með 190 milljónir viðskiptavina og starfsemi í 27 löndum. Samstarfsfyrirtæki Vodafone eru í rúmlega 30 löndum. Starfsmenn Vodafone fyrirtækja eru ríflega 62 þúsund manns. Fyrirtækið rekur á annað þúsund verslanir um heim allan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×