Breytingar geti lækkað matarverð um 20 prósent 18. maí 2006 22:45 MYND/Sigurður Jökull Samtök verslunar og þjónustu segja að matarverð geti lækkað um hátt í 20 prósent ef breytingar verði gerðar á skatta- og gjaldaumhverfi á matvörumarkaði. Samtökin vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum í skrefum en vilja breytingar á vörugjöldum og virðisaukaskatti sem fyrst. Alþýðusamband Íslands birti í gær niðurstöður matvörukönnunar sem gerð var í höfuðborgum allra norrænu ríkjanna. Þar kom í ljós að matarkarfa með helstu nauðsynjum var nærri tvöfalt dýrarir í Reykjavík en í Stokkhólmi og að aðeins Oslóbúar borguðu svipað verð fyrir matinn og Reykvíkingar. Samtök verslunar og þjónustu segja niðurstöður könnunarinnar sýna að það séu einkum landbúnaðarvörur sem séu dýrari hér en að meðaltali í samanburðarlöndunum. Þau vilja því að allir tollar á innfluttar landbúnaðarvörur og framleiðslustyrkir verði afnumdir í skrefum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samtökin ekki vilja neinar kollsteypur eða byltingar. Þau hafi bent stjórnvöldum á að taka ákveðna stefnu í málinu og feta sig svo áfram í tímasettum skrefum að því marki sem menn vilji ná, þ.e. að það ríki verslunarfrelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum og að innlend framleiðsla verði að standa sig í samkeppni við þær. Sigurður bendir á innflutningstollar á grænmeti hafi verið lækkaðir með góðum ávinningi fyrir neytendur. Hann segir að matarverð geti lækkað um 12-20 prósent við slíkar breytingar. Hann bendir einnig á vörugjöld og virðisaukaskatt á matvæli sem beri að breyta. Samtökin hafi lagt mjög ákveðið til við matvælanefnd forsætisráðherra að byrjað væri á því að fella niður vörugjöld af matvælum, sem kosti tæpa tvo milljarða. Síðan verði allur matur færður niður í eitt lægra virðisaukaskattsþrep sem væri 12 prósent. Það yrði þá svipað og annars staðar í Evrópu, en einungis í Danmörku sé hærri virðisaukaskattur á matvæli en hér. Samtök verslunar og þjónustu binda miklar vonir við niðurstöðu matvælanefndar forsætisráðherra sem á að koma með tillögur til lækkunar á matvælaverði . Nefndin á skila tillögum fyrir mitt ár og að sögn Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra og formanns nefndarinnar, verður það gert og því er niðurstaðna að vænta á næstu vikum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu segja að matarverð geti lækkað um hátt í 20 prósent ef breytingar verði gerðar á skatta- og gjaldaumhverfi á matvörumarkaði. Samtökin vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum í skrefum en vilja breytingar á vörugjöldum og virðisaukaskatti sem fyrst. Alþýðusamband Íslands birti í gær niðurstöður matvörukönnunar sem gerð var í höfuðborgum allra norrænu ríkjanna. Þar kom í ljós að matarkarfa með helstu nauðsynjum var nærri tvöfalt dýrarir í Reykjavík en í Stokkhólmi og að aðeins Oslóbúar borguðu svipað verð fyrir matinn og Reykvíkingar. Samtök verslunar og þjónustu segja niðurstöður könnunarinnar sýna að það séu einkum landbúnaðarvörur sem séu dýrari hér en að meðaltali í samanburðarlöndunum. Þau vilja því að allir tollar á innfluttar landbúnaðarvörur og framleiðslustyrkir verði afnumdir í skrefum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samtökin ekki vilja neinar kollsteypur eða byltingar. Þau hafi bent stjórnvöldum á að taka ákveðna stefnu í málinu og feta sig svo áfram í tímasettum skrefum að því marki sem menn vilji ná, þ.e. að það ríki verslunarfrelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum og að innlend framleiðsla verði að standa sig í samkeppni við þær. Sigurður bendir á innflutningstollar á grænmeti hafi verið lækkaðir með góðum ávinningi fyrir neytendur. Hann segir að matarverð geti lækkað um 12-20 prósent við slíkar breytingar. Hann bendir einnig á vörugjöld og virðisaukaskatt á matvæli sem beri að breyta. Samtökin hafi lagt mjög ákveðið til við matvælanefnd forsætisráðherra að byrjað væri á því að fella niður vörugjöld af matvælum, sem kosti tæpa tvo milljarða. Síðan verði allur matur færður niður í eitt lægra virðisaukaskattsþrep sem væri 12 prósent. Það yrði þá svipað og annars staðar í Evrópu, en einungis í Danmörku sé hærri virðisaukaskattur á matvæli en hér. Samtök verslunar og þjónustu binda miklar vonir við niðurstöðu matvælanefndar forsætisráðherra sem á að koma með tillögur til lækkunar á matvælaverði . Nefndin á skila tillögum fyrir mitt ár og að sögn Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra og formanns nefndarinnar, verður það gert og því er niðurstaðna að vænta á næstu vikum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira