Innlent

Bankarnir verða að efna loforðin

MYND/GVA

Bankarnir verða að standa við loforð sín um að draga úr útlánum segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Hann segir jafnframt að enn hafi ekkert komið fram sem sýni fram á að fasteignamarkaðurinn sé að kólna.

Davíð segir bankana ekki hafa dregið úr útlánum sínum í takt við það sem þörf er á og það sem þeir hafa sagst ætla að gera. Davíð sagði jafnframt að enn hafi ekkert komið fram sem sýni óvéfengjanlega fram á að fasteignamarkaðurinn sé að kólna. Nokkrar vísbendingar séu í þá átt en enn sé þess ekki farið að gæta í mælikvörðum bankans.

Seðlabankastjóri sagði koma til greina að bankinn nýtti heimildir sínar til að þvinga bankana til að draga úr útlánum. Viljinn stæði þó frekar til að bankarnir gerðu það af sjálfsdáðum enda væri slíkt ekki aðeins í þágu efnahagslífsins heldur líka bankanna sjálfra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×