Innlent

18 ára stúlka fékk dóm fyrir líkamsárás

MYND/Vísir

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun 18 ára stúlku í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, og til greiðslu sakarkostnaðar, en vísaði frá skaðabótakröfu ákæruvaldsins upp á röskar 400 þúsund krónur. Stúlkan var ákærð fyrir að hafa ráðist á afgreiðslukonu í söluturni í Hafnarfirði, slegið hana hér og þar, klórað hana á handleggjum, mjóbaki, brjósti og hálsi, og bitið hana í framhandlegg hægri handar. Áverkar voru á afgreiðslukonunni eftir árásina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×