Innlent

Klekkt á neytendum

Meira ósamræmi er á milli verðs í hillum og afgreiðslukössum í einstökum matvöruverslunum nú en nokkru sinni fyrr, og geta verslanaeigendur átt yfir höfði sér stjórnvaldssektir vegna þessa.

Neytendastofa vekur sérstaka athygli neytenda á þessu misræmi, sem komið hefur fram í könnun sem stofan hefur látið gera. Í fyrri könnunum hefur komið fram lítilshátar misræmi, vikðskiptavinunum ýmist í hag eða óhag. Nú eru tilvikin hins vegar flest neytendum í óhag og dæmi eru um að neytendur greiði allt að 50 prósent hærra verð fyri vöru, en þeir halda að þeir eigi að greiða samkvæmt verðmerkingu í hillu. Flest bendir því til að viðkomandi kaupmenn séu af ásettu ráði að beita viðskiptavini blekkingum. Fólk getur hinsvegar ekki komist að því sanna fyrr en það hefur greitt fyrir vöruna og fengið strimil, en þá getur verið umhendis að fara að standa í leiðréttingum.

Það ræðst svo að könnun Neytendastofu lokinni, hvort nöfn viðkomandi verslana verða birt og hvort hún grípur til stjórnvaldssekta vegna þessa, en þær geta numið allt að tíu milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×