Innlent

Mikil verðmunur á verði í hillum og á kassa

Meira ósamræmi er á milli verðs í hillum og afgreiðslukössum í einstökum matvörverslunum en nokkru sinni fyrr, og vekur Neytendastofa sérstaka athygli á þessu. Af tilkynningu Neytendastofu má ráða að í öllum tilvikum sé fólk að greiða meira fyrir vöruna en það taldi sig vera að kaupa hana á. Flest bendir því til að viðkomandi kaupmenn séu af ásettu ráði að beita viðskiptavini blekkingum. Fólk getur hinsvegar ekki komist að því sanna fyrr en það hefur greitt fyrir vöruna og fengið strimil, en þá getur verið umhendis að fara að standa í leiðréttingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×