Innlent

Miklar tafir á umferð

Mynd/GVA

Vegfarendum er ráðlagt að sneiða hjá Sæbrautinni eitthvað lengur. Mikill umferðarhnútur hefur myndast vegna framkvæmda sem standa yfir í götunni. Sæbrautin er lokuð í báðar áttir frá Kirkjusandi að Laugarnesvegi, en til stóð að opna hana um klukkan fimm. Umferð er mjög hæg um hjáleiðina um Laugarnesveg og tekur leiðin í gegnum hnútinn að minnsta kosti korter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×