Erlent

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest til að sannfæra ráðið um að landið ætli ekki að hefja framleiðslu á kjarnavopnum. Öryggisráðið krafðist þess í fyrsta skipti í gær að Íranar falli frá þeim hluta kjarnorkuáætlunar sinnar sem geri þeim kleift að smíða kjarnorkuvopn. Íranar ítrekuðu enn og aftur að þeir hefðu aðeins áhuga á að auðga úran í friðsamlegum tilgangi en auðgað úran má einnig nota til gerðar kjarnavopna. Vesturveldin eru fullviss um að Íranar ætli að smíða kjarnavopn því þeir hafa að undanförnu margfaldað framleiðslu sína á eldflaugum sem borið geta kjarnaodda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×