Borgarstjóri sakar HÍ um feluleik 31. desember 2006 12:45 MYND/Vilhelm Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri gagnrýnir ummæli Páls Hreinssonar, formanns stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands, um að happdrættið sé ekki réttur viðmælandi borgaryfirvalda um rekstur spilasalar í Mjódd. Feluleikur, segir borgarstjóri. Undirskriftarlistar hafa legið frammi í verslunum í Mjódd þar sem fyrirhuguðum spilasal er mótmælt. Íbúasamtök Breiðholts gagnrýndu fyrir nokkru að Happdrætti háskóla Íslands skuli standa á bak við rekstur á spilavíti í hverfinu. Páll Hreinsson, lagaprófessor og formaður stjórnar happdrættisins, hefur sagt að það sé ekki réttur viðmælandi borgaryfirvalda á rekstri spilasalarins. Í gærkvöldi sendi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri frá sér yfirlýsingu sem bar yfirskriftina Feluleikur Háskóla Íslands. Þar segir Vilhjálmur að lögum samkvæmt séu aðeins tveir lögaðilar sem hafa einkaleyfi til að reka peningahappdrætti og er annar þeirra happdrætti Háskóla Íslands. Fyrirtækið Háspenna sem hyggst setja upp spilasalinn í Mjódd rekur spilakassa á vegum Happdrættis Háskólans. Síðan segir orðrétt: „Þótt Happdrætti Háskólans sé ekki lögformlegur eigandi að því spilavíti sem til stendur að starfrækja í Mjóddinni er hins vegar ljóst að Happdrættið og Háskólinn bera fulla ábyrgð á hvar þessir spilakassar eru niðurkomnir." Vilhjálmur er nú staddur í Amsterdam en Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður hans, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að borgarstjóri væri búinn að boða fund með eigendum Háspennu, stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands og rektor Háskólans þar sem fyrirkomulag rekstur spilavítisins verði rætt. Hann sagði borgarstjóra ætla að beita sér fyrir því að hagsmunir borgarbúa yrðu hafðir að leiðarljósi enda hafi borgaryfirvöld það í hendi sér að skipuleggja hvar starfsemi af þessu tagi fari fram. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri gagnrýnir ummæli Páls Hreinssonar, formanns stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands, um að happdrættið sé ekki réttur viðmælandi borgaryfirvalda um rekstur spilasalar í Mjódd. Feluleikur, segir borgarstjóri. Undirskriftarlistar hafa legið frammi í verslunum í Mjódd þar sem fyrirhuguðum spilasal er mótmælt. Íbúasamtök Breiðholts gagnrýndu fyrir nokkru að Happdrætti háskóla Íslands skuli standa á bak við rekstur á spilavíti í hverfinu. Páll Hreinsson, lagaprófessor og formaður stjórnar happdrættisins, hefur sagt að það sé ekki réttur viðmælandi borgaryfirvalda á rekstri spilasalarins. Í gærkvöldi sendi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri frá sér yfirlýsingu sem bar yfirskriftina Feluleikur Háskóla Íslands. Þar segir Vilhjálmur að lögum samkvæmt séu aðeins tveir lögaðilar sem hafa einkaleyfi til að reka peningahappdrætti og er annar þeirra happdrætti Háskóla Íslands. Fyrirtækið Háspenna sem hyggst setja upp spilasalinn í Mjódd rekur spilakassa á vegum Happdrættis Háskólans. Síðan segir orðrétt: „Þótt Happdrætti Háskólans sé ekki lögformlegur eigandi að því spilavíti sem til stendur að starfrækja í Mjóddinni er hins vegar ljóst að Happdrættið og Háskólinn bera fulla ábyrgð á hvar þessir spilakassar eru niðurkomnir." Vilhjálmur er nú staddur í Amsterdam en Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður hans, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að borgarstjóri væri búinn að boða fund með eigendum Háspennu, stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands og rektor Háskólans þar sem fyrirkomulag rekstur spilavítisins verði rætt. Hann sagði borgarstjóra ætla að beita sér fyrir því að hagsmunir borgarbúa yrðu hafðir að leiðarljósi enda hafi borgaryfirvöld það í hendi sér að skipuleggja hvar starfsemi af þessu tagi fari fram.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira