Innlent

Alþingi verður að rannsaka hlerunarmál

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að ekkert muni ganga að upplýsa hleranamál fyrr en Alþingi láti þau til sín taka, eins og gert var í Noregi. Ríkissaksóknari felldi í gær niður rannsókn á meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins með þeim rökum að ekkert væri fram komið sem styddi fullyrðingar hans um hleranir.

Ríkissaksóknari segir að eðlilegar skýringar hafi fundist á atviki í Landssímahúsi þar sem starfsmaður vitnaði um að hann hefði laumast í hlerunartæki og þar heyrt þar rödd Jóns Baldvins. Þá hefði heimildarmaður, sem Jón Baldvin benti á í Útlendingaeftirlitinu, ekki getað staðfest veigamikil atriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×