Innlent

Ekki hægt að nota landganga í Leifsstöð

Talsverðar tafir eru nú á flugi til og frá Keflavík.
Talsverðar tafir eru nú á flugi til og frá Keflavík. MYND/Anton Brink

Vindur er nú orðinn það mikill í Leifsstöð að ekki er hægt að nota landganga flugstöðvarinnar og því mikil seinkun á flugi. Í sterkustu vindhviðunum slær upp í 55 hnúta, eða rúmlega 28 m/s á vellinum. Seinkun á flugi frá vellinum er nú allt upp í fjóra og hálfan tíma.

Að sögn Björns Inga Knútssonar, flugvallarstjóra, er flugvellinum aldrei lokað en flugstjórar meta það hvort þeir kjósi að lenda við þessar aðstæður eða ekki.

Búið er að hálkuverja efra stæðið og verða fraktvélar lestaðar þar, í skjóli af flugstöðinni, þar sem hurðar fraktvélanna geta hreinlega rifnað af ef þær lenda í sterkum hviðum.

Flugvél British Airways hætti við að lenda í Keflavík og lenti þess í stað á Egilsstöðum rétt fyrir þrjú. Ekki er ljóst hvort hún heldur áfram til Keflavíkur eða heldur heim beint frá Egilsstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×