Innlent

Fengu samtals yfir tuttugu ára fangelsisdóm

Fjórir karlmenn voru í dag dæmdir í samtals tuttugu og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum til landsins. Um er að ræða fjóra Íslendinga og einn Hollending sem ákærðir voru fyrir smygl á um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið til landsins.

Ólafur Ágúst Hraundal hlaut þyngstan dóm eða átta og hálfs árs fangelsi, en fjögur og hálft ár af því eru eftirstöðvar níu ára dóms sem Ólafur hlaut fyrir aðild sína að stóra fíkniefnamálinu árið 2000. Var hann því einugis dæmdur fyrir að taka á móti fíkninefnunum í þessu máli en ekki fyrir að skipuleggja smyglið.

Hörður Eyjólfur Hilmarsson og Hollendingurinn Johan Hendrik voru hins vegar dæmdir í sex ára fangelsi hvor fyrir að skipuleggja smyglið og taka á móti því. Þá var Ársæll Snorrason dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Fimmti maðurinn þarf aðeins að sæta upptöku BMW bifreiðar.

Málið kom upp um síðustu páska en þrír mannanna voru handteknir að kvöldi skírdags þar sem þeir voru að losa efnin úr bensíntanki BMW-bílsins í iðnaðarhúsi í Reykjavík en hinir tveir voru handteknir síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×