Innlent

Verulegt tjón á Djúpadalsvirkjun

Frá Akureyri í morgun.
Frá Akureyri í morgun. Vísir
Franz Árnason, framkvæmdastjóri Fallorku ehf. sem rekur Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit, segir að verulegt tjón hafi orðið á virkjuninni í dag þegar efri stíflan í virkjuninni brast eftir mikið úrhelli í Eyjafirði á síðasta sólarhring.

Það leiddi til þess að fljóðbylgja æddi niður ána og rauf Eyjafjarðarveg vestri meðal annars með þeim afleiðingum að bíll hafnaði ofan í ánni. Manni sem var í bílnum var bjargað úr honum en honum varð ekki meint af.

Forsvarsmenn Norðurorku, sem er móðurfélag Fallorku, skoðuðu aðstæður í dag eftir stíflurofið og segir Franz að talið sé að einhvers konar hamfarir hafi átt sér stað, þ.e. að skriðuföll eða klakastíflur hafi fallið niður í lónið og rutt úr vegi hluta stíflunnar sem er jarðvegsstífla. Neðri stíflan, sem er steypt, hafi hins vegar staðið hlaupið af sér.

Franz segir að vatn hafi komist inn í bæði stöðvarhús Djúpadalsvirkjunar en ekki sé ljóst hversu mikið tjónið hafi orðið þar. Eftir eigi að hleypa á rafmagni til þess að kanna það en hann eigi von á að viðkvæmur stjórnbúnaður í stöðvarhúsinu hafi skemmst.


Tengdar fréttir

Björguðu manni úr Djúpadalsá - lögreglubílar innlyksa

Slökkviliðið á Akureyri bjargaði í morgun manni eftir að bíll hans lenti úti í Djúpadalsá í Eyjarfjarðarsveit nú fyrir hádegið. Svo virðist sem áin hafi grafið veginn í sundur með fyrrgreindum afleiðingum. Slökkvilið segir manninn hafa verið kaldan og hrakinn eftir volkið en lítið meiddan.

Forðuðu sér undan skriðunni við Grænuhlíð

Hjón og barn þeirra sluppu ómeidd út úr íbúðarhúsi sínu að Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit í morgun, þegar aurskriða féll á íbúðarhúsið og gripahúsin. Fólk átti svo fótum sínum fjör að launa þegar önnur skriða féll um ellefuleytið í morgun. Talið er tíu til fimmtán kálfar hafi drepist í fyrri skriðunni.

Aurskriða féll á bæ í Eyjafjarðarsveit

Aurskriða féll úr fjallinu ofan við bæinn Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit laust fyrir klukkan sjö í morgun og lenti á íbúðarhúsum og útihúsum. Engin meiðsl urðu fólki en skriðan fór yfir veginn við bæinn á allt að 100 metra kafla að sögn lögreglu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×