Innlent

Björguðu manni úr Djúpadalsá - lögreglubílar innlyksa

Miklir vatnavextir voru á Akureyri í nótt.
Miklir vatnavextir voru á Akureyri í nótt. MYND/Stöð 2

Slökkviliðið á Akureyri bjargaði í morgun manni eftir að bíll hans lenti úti í Djúpadalsá í Eyjarfjarðarsveit nú fyrir hádegið. Áin virðist hafa grafið veginn í sundur með fyrrgreindum afleiðingum. Slökkvilið segir manninn hafa verið kaldan og hrakinn eftir volkið en lítið meiddan. Hundur var með manninum í bílnum en ekki liggur fyrir hvernig fór fyrir honum.

Miklir vatnavextir hafa verið í ám í Eyjafjarðardal og Djúpadal og eru vegir þar ófærir á nokkrum stöðum vegna flóða eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Vatnavextir eru í Eyjafjarðará við Melgerði og eru taldar líkur á flóðum í ánni.

Lögreglubílarnir munu vera fastir á staðnum þar sem maðurinn fór út í og komast ekki til baka vegna vatnavaxta. Börgunarsveitin Súlur og björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði eru á leið á staðinn til að aðstoða við björgun fólksins. Jafnframt hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send af stað.

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri hefur nú verið við störf nær samfellt í tvo sólarhringa, fyrst vegna óveðurs og strax í kjölfarið vegna gífurlegrar úrkomu og vatnavaxta í bænum segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Allur tiltækur mannskapur björgunarsveitarinnar Dalbjargar í Eyjafirði hefur verið kallaður út vegna aurskriðufalla í Grænuhlíð í Eyjafirði en eins og kunnugt er fell aurskriða á bæinn snemma í morgun og önnur skriða féll um klukkan 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×