Lífið

Heilög Jóhanna af mjá ?

Aska sem talin er vera jarðneskar leifar heilagrar Jóhönnu af Örk, kann að vera af ketti. Askan fannst árið 1867 og hefur verið geymd á safni í Chinon í vesturhluta Frakklands. Jóhanna af Örk er ein helsta þjóðhetja Frakka, eftir að hafa hrundið innrás Englendinga árið 1431.

Englendingar réttuðu yfir henni og brenndu hana á báli, sem norn. Hún var þá nítján ára gömul.

Við aldursgreiningu leifanna fundust bein úr ketti, í öskunni, og hafa vísindamenn segja að það bendi til þess að ólíklegt sé að þetta séu jarðneskar leifar dýrlingsins.

Kaþólska kirkjan í Frakklandi segir hinsvegar að það sé engin sönnun þess að þetta séu ekki jarðneskar leifar Jóhönnu. Það hafi verið til siðs, við galdrabrennur, að hendi svörtum ketti á bálið, til þess að friða djöfulinn. Aska Jóhönnu kunni því vel að vera einnig þarna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.