Innlent

Aðeins sex vinnuslys við álverið á Reyðarfirði

Aðeins sex skráningarskyld vinnuslys hafa orðið við byggingu álversins í Reyðarfirði frá upphafi samanborið við rúmlega þúsund vinnuslys við Kárahnjúkavirkjun. Árangurinn í Reyðarfirði er einsdæmi við mannvirkjagerð hér á landi.

Þetta er samkvæmt tölum Vinnueftirlitsins og segir Kristinn Tómasson yfirlæknir eftirlitsins að árangurinn við álversbygginguna sé sé mun betri en nokkru sinni sé vitað til við mannvirkjagerð hér á landi. Um þessar mundir hafa til dæmis verið unnar þrjár milljónir vinnustunda við álversbygginguna síðan að síðasta slys varð þar. Þar hefur heldur ekki orðið alvarlegt slys og þeir sem hafa slasast frá upphafi eru allir löngu komnir til starfa aftur.

Fjögur banaslys og nokkur önnur alvarleg slys hafa hinsvegar orðið við Kárahnjúka. Hér skal ekkert mat lagt á það hvort vinna á öðrum hvorum staðnum er hættulegri í eðli sínu en á hinum. Ekki liggja heldur fyrir nákvæmar tölur um vinnustundafjölda á hvorum stað en munur sem kann að vera þar á virðist hvergi nærri geta skýrt þann gríðarlega mun á fjölda vinnuslysa sem raun ber vitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×